Hik kom á oddvita meirihlutans í Reykjavík þegar þeir voru spurðir að því hver yrði borgarstjóri ef flokkarnir fjórir héldu meirihluta sínum. „Þessar kosningar snúast ekki um borgarstjórann,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sem sagðist þó að sjálfsögðu vilja vera borgarstjóri.
Það gátu Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, líka hugsað sér að vera, þó sú síðarnefnda hafi sagt ótímabært að ræða verkaskiptingu. „Við getum heldur ekkert svarað því fyrr en það kemur upp úr kjörkössunum,“ sagði hún en bætti svo við: „Ég myndi glöð vera borgarstjóri fyrir alla Reykvíkinga.“
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar og núverandi borgarstjóri, hló og sagðist augljóslega ekki getað hugsað sér að vera borgarstjóri, en bætti svo fljótt við –þá öllu alvarlegri – að stærð flokka myndi hafa áhrif á það hver innan meirihlutans fengi borgarstjórastólinn.
„Þessar kosningar snúast ekki um borgarstjórann“
Athugasemdir