Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Oddvitar mætast í beinni útsendingu

Borg­ar­stjóra­efni flokk­anna sem bjóða fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um um helg­ina mæt­ast í kapp­ræð­um sem streymt verð­ur á vef Stund­ar­inn­ar í dag. Loka­sprett­ur kosn­inga­bar­átt­unn­ar er geng­inn í garð og verða odd­vit­arn­ir krafð­ir svara um hvernig þeir ætla að koma sín­um stefnu­mál­um til fram­kvæmda.

Oddvitar mætast í beinni útsendingu

Borgarstjóraefni stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík um komandi helgi mætast í kappræðum Stundarinnar sem fram miðvikudaginn 11. maí. Útsendingin hefst klukkan 14.00 en það eru blaðamennirnir Aðalsteinn Kjartansson og Margrét Marteinsdóttir stýra umræðunum. Nægur tími verður til að fara yfir helstu kosninganamálin því umræðurnar munu standa í 90-120 mínútur og verður kappræðunum streymt beint á vef Stundarinnar. 

Eftir kappræðurnar verður upptaka aðgengileg á vefnum auk þess sem blaðamenn Stundarinnar munu vinna fréttir upp úr kappræðunum með því markverðasta sem þar kemur fram. 

Stýra umræðumBlaðamennirnir Margrét Marteinsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson stýra umræðunum.

Lesendum Stundarinnar býðst að senda inn spurningar bæði áður en útsending hefst og á meðan kappræðunum stendur. Ritstjórn Stundarinnar velur úr spurningum sem berast og koma þeim til spyrla sem geta í kjölfarið gengið á eftir svörum frá oddvitunum. Hægt er að senda inn spurningar í gegnum netfangið kosningar@stundin.is. Flokkarnir verða spurðir út í helstu stefnumál sín og hvernig þau ætla að koma þeim til framkvæmdar. Ritstjórn Stundarinnar hefur undanfarnar vikur unnið að ítarlegum greiningum á stöðu helstu mála borgarinnar, svo sem fasteigna- og leigumarkaðnum og daggæslu- og leikskólamálum. 

Níu framboðum var boðið að taka þátt en það eru öll framboð sem mældust með meira en eitt prósent fylgi í einhverri skoðanakönnun sem birt hefur verið frá því að framboðsfrestur rann út. Þeir fulltrúar sem staðfest hafa komu sína í kappræðurnar eru: Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, Einar Þorsteinsson, Framsóknarflokki, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Viðreisn, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki, Ómar Már Jónsson, Miðflokki, og Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins. 

Kappræðurnar eru hápunktur kosningaumfjöllunar Stundarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar en þar að auki Stundin hefur undanfarna daga gefið almenningi færi á að taka kosningapróf á vefnum þar sem tækifæri gefst til að bera sig saman við einstaka frambjóðendur og flokka. Allir oddvitarnir hafa svarað prófinu og munu spyrlar í kappræðunum fara yfir hvaða flokkar eiga málefnalega samleið og hverjir ekki. Þá liggur líka fyrir upplýsingar um hvað þeir kjósendur sem tekið hafa prófið telja að séu mikilvægustu málin fyrir komandi kosningar og hvernig afstaða kjósenda er til þeirra mála sem helst virðast áberandi í komandi kosningum. 

Kannanir sína talsverðar breytingar á fylgi flokka frá því í síðustu kosningum þó að flestar bendi til að meirihlutasamstarf Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar haldi meirihluta sínum. Allir flokkarnir í samstarfinu hafa lýst því yfir að það sé þeirra fyrsta val að halda samstarfinu áfram. Framsóknarflokkurinn, sem ekki fékk fulltrúa kjörinn í síðustu kosningum, mælist í stórsókn og með þrjá menn kjörna en flokkurinn hefur boðað tíma breytinga í borginni, komist hann til valda. Sjálfstæðisflokkurinn, sem fékk mest fylgi allra flokka í síðustu kosningum, mælist í sögulegri lægð og gefa kannanir til kynna sögulegt hrun flokksins í borginni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár