Vinkona mín er búin að lesa rétt rúmlega hundrað blaðsíður í skáldsögunni Vanessa mín myrka eftir Kate Elizabeth Russel þegar ég spyr hvað henni finnist. Ég er sjálf nýbúin að leggja bókina frá mér, kláraði hana loksins, eða réttara sagt, hún kláraði mig. Vinkona mín hugsar sig um stundarkorn, hreyfir varirnar eins og til að mynda setningu en hættir við. „Ókei, má ég segja þér eitt?“ spyr hún mig svo. „Já,“ segi ég strax og af svipnum að dæma er henni létt.
Hún útskýrir fyrir mér að hún skammist sín og að skömmin sé tilkomin vegna þess að á fyrstu 115 blaðsíðum bókarinnar hafi henni fundist samband Vanessu, fimmtán ára aðalsöguhetjunnar, og herra Strane, 42 ára gömlum kennaranum hennar, spennandi og mesta skömmin felist í því að sjá Strane á köflum með augum fimmtán ára Vanessu.
„Á einum tímapunkti fannst mér meira að segja sumar lýsingar kynæsandi,“ segir hún mér …
Athugasemdir (6)