Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Samfélagið sem samþykkti að leita ekki eftir samþykki

Bæk­urn­ar Vanessa mín myrka og Sam­þykki byggja báð­ar á reynslu höf­unda, beint eða óbeint, og fjalla um hvernig barn­aníð hef­ur ver­ið róm­an­tíser­að af bók­mennta­heim­in­um og hug­mynd­ir um grá svæði hafa rugl­að ung­ar stúlk­ur sem telja sér trú um að þær séu í ástar­sam­bandi við eldri menn sem mis­nota þær.

Samfélagið sem samþykkti að leita ekki eftir samþykki

Vinkona mín er búin að lesa rétt rúmlega hundrað blaðsíður í skáldsögunni Vanessa mín myrka eftir Kate Elizabeth Russel þegar ég spyr hvað henni finnist. Ég er sjálf nýbúin að leggja bókina frá mér, kláraði hana loksins, eða réttara sagt, hún kláraði mig. Vinkona mín hugsar sig um stundarkorn, hreyfir varirnar eins og til að mynda setningu en hættir við. „Ókei, má ég segja þér eitt?“ spyr hún mig svo. „Já,“ segi ég strax og af svipnum að dæma er henni létt.

Hún útskýrir fyrir mér að hún skammist sín og að skömmin sé tilkomin vegna þess að á fyrstu 115 blaðsíðum bókarinnar hafi henni fundist samband Vanessu, fimmtán ára aðalsöguhetjunnar, og herra Strane, 42 ára gömlum kennaranum hennar, spennandi og mesta skömmin felist í því að sjá Strane á köflum með augum fimmtán ára Vanessu.

 „Á einum tímapunkti fannst mér meira að segja sumar lýsingar kynæsandi,“  segir hún mér …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár