Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fordómar fyrir allra augum á netinu

Ugla Stef­an­ía Kristjönu­dótt­ir Jóns­dótt­ir seg­ir að þó for­dóm­ar gagn­vart trans­fólki séu al­mennt duld­ari á Ís­landi en víða í heim­in­um séu þeir fyr­ir allra aug­um á net­inu. Syst­urn­ar sem taka þátt í Júróvi­sjón fyr­ir Ís­lands hönd hafi ver­ið kall­að­ar kyn­vill­ing­ar á net­inu fyr­ir að vekja at­hygli á trans­fólki og trans­börn­um. Ástand­ið hér sé þó betra en í Bretlandi þar sem stöð­ug of­beld­is­menn­ing sé ríkj­andi í fjöl­miðl­um.

Fordómar fyrir allra augum á netinu
Ugla Stefanía „Hvað er að vera trans, hvað er það?“ spurði heimilislæknir Uglu Stefaníu þegar hún leitaði til hans árið 2009 þá 17 ára og nýlega komin út sem transkona.

„Þegar ég kem til Íslands finnst mér ég geta andað betur en á sama tíma veit ég að það er ótrúlega mikið sem við eigum eftir að gera hér,“ segir Ugla Stefanía í samtali við Eddu Falak í þættinum Eigin Konur.  Hún segir að á Íslandi sé auðveldara að knýja fram jákvæðar breytingar. „Fólk er meðtækilegra fyrir því sem þarf að berjast fyrir og það er auðveldara að eiga samræður á Íslandi,“ segir Ugla en bætir við að þó að staðan sé betri á Íslandi séu enn miklir fordómar hér í garð transfólks. „Þeir eru kannski aðeins duldari á Íslandi heldur en á mörgum stöðum nema náttúrulega í kommentakerfinu,“ segir Ugla og nefnir dæmi: „Bara áðan var einhver að kommenta að það sé verið að upphefja kynvillinga af því að Stelpurnar sem eru að keppa í júróvísjón fyrir okkur voru í bolum sem styðja transfólk og transbörn. Það er 2022 …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár