Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Það eru allir í sjokki, það getur enginn reddað sér“

Bú­ið er að taka vatn, raf­magn og in­ter­net af í Fann­borg 4 í Kópa­vogi þar sem áfanga­heim­il­ið Betra líf var til húsa. Þrír menn eru eft­ir í hús­næð­inu sem vilja ekki fara, þeir segja að gat­an bíði þeirra þar til þeir fá hús­næði út­hlut­að 2. maí. Arn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mað­ur Betra lífs, vill vísa þeim út en húsa­leigu­samn­ing hans í Fann­borg 4 var rift vegna ófull­nægj­andi bruna­varna.

„Það eru allir í sjokki, það getur enginn reddað sér“
Hann er að vísa okkur út Benjamín Magnús Óskarsson neitar að yfirgefa Fannborg 4 í Kópavogi þar sem áður stóð áfangaheimilið Betra líf. Hann segir forstöðumann þess hafa lofað sér húsnæði sem hann hafi ekki staðið við. Mynd: Aron Daði Þórisson

Til stendur að vísa þremur heimilislausum mönnum með virkan vímuefnavanda á götuna en þeir eru allir fyrrverandi íbúar á áfangaheimilinu Betra líf í Kópavogi og sá sem er að vísa þeim út er forstöðumaður áfangaheimilisins. Húsaleigusamningur hans við eiganda hússins hefur verið rift vegna ófullnægjandi brunavarna í húsinu.

Benjamín Magnús Óskarsson, fyrrum íbúi áfangaheimilisins Betra lífs, tekur á móti blaðamanni Stundarinnar í Fannborg 4 í Kópavogi þar sem áfangaheimilið var rekið fyrir minna en mánuði síðan. Arnar Hjálmtýsson, forstöðumaður áfangaheimilisins, hefur vísað honum og tveimur öðrum mönnum úr húsnæðinu en þeir neita að yfirgefa það. „Við höfum ekkert að fara, við eigum engan pening,“ segir einn þeirra.

„Hann er að vísa okkur út. Hann heldur því fram eða felur sig á bak við það að eigandinn á húsinu vilji loka því út af framkvæmdum,“ segir Benjamín.

Annar maður gengur að okkur og ætlar að vísa okkur út: „Þið getið tekið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár