Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi, hefur verið á leigumarkaðnum í Reykjavík síðan 2015, eða í sjö ár samfleytt, og á þeim tíma búið í fjórum íbúðum. Hann freistaði þess í tvígang að komast inn á séreignamarkaðinn, flutti inn á foreldra sína og bjó á sófa á skrifstofu sinni til þess að safna fyrir útborgun í eitt skiptið, en tókst það ekki. „Staðan sem ég hef verið í hefur haft mjög mikil og langvarandi áhrif á andlega heilsu mína og atgervi,“ segir hann og útskýrir svo: „Þessi streita sem fylgir því að vera í þessari stöðu veldur kvíða og hefur ollið mér getuleysi til að ráðast á aðstæður mínar, vegna þess að í þessi skipti sem ég hef reynt að breyta veruleika mínum þá hefur það ekki tekist. Það er mjög íþyngjandi að finnast maður vera á stað sem maður vill alls ekki vera á og reyna af …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.
Týndi árum á leigumarkaði
Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, upplifir sig fastan á leigumarkaði. Hann hefur í tvígang reynt að festa kaup á íbúð frá því að hann byrjaði að leigja eftir skilnað en hefur ekki tekist það. Baráttan, höfnunin og upplifun sem hann lýsir sem áfalli segir hann hafa haft mikil og langvarandi áhrif á andlega heilsu hans og atgervi. Hann segir árin sem farið hafa í baráttuna ekki koma aftur og þess vegna séu þau í raun týnd.
Athugasemdir