„Ég hugsa að ég sé ekki besta dæmið um manneskju á leigumarkaðnum þótt ég hafi farið út í þessa baráttu,“ segir Vilborg Bjarkadóttir, baráttukona fyrir bættum kjörum leigjenda á Íslandi, um persónulega stöðu sína. Vilborg situr í stjórn Samtaka leigjenda og reynir að hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn, ekki síst leigumarkað, sem hún segir gallaðan og ýta undir stéttaskiptingu á Íslandi.
Hún telur sig ekki vera besta dæmið um hefðbundinn leigjanda, því hún sé „ein af þeim heppnu“. „Leigusalarnir mínir hafa verið mjög vinalegt fólk og boðið sanngjarna leigu, sem er reyndar bundin við árssamning. Þetta er mitt mesta happafang,“ segir hún og bætir svo fljótt við: „Sem er skrítið, að maður tali um að vera heppin að kaupa á réttum tíma eða heppin að vera með leigusamning. Þetta ætti bara að vera í lagi. Staða þín á húsnæðismarkaði á ekki að vera bundin við heppni en það er raunin. Þú …
Athugasemdir