„Hamingjan er tilfinning sem lætur okkur líða vel en hamingjan getur líka verið ákvörðun um að líta á hlutina þannig að þeir færi manni hamingju, jafnvel þó manni líði ekkert endilega vel þá stundina,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. „Þetta er spurning um jákvætt hugarfar. Mér finnst þetta vera spurning um lífsafstöðu. Það sem maður finnur inni í sér færir manni hamingju ef það eru jákvæðar og góðar tilfinningar.“
Agnes er spurð hvenær hún hefur markvisst þurft að vinna í því að auka hamingju í lífinu, eða viðhalda henni, hvers vegna og hvernig.
Hún vill ekki nefna ákveðna erfiðleika sem hún hefur gengið í gegnum en segir: „Þegar maður gengur í gegnum erfiðleika þá fer maður niður í eitthvert svartnætti. Svo fer maður að sjá pínulítið ljós. Ég sé þetta svolítið fyrir mér eins og súrheystankinn í sveitinni hjá ömmu minni sem við krakkarnir lékum okkur við að príla …
Athugasemdir