Fyrri aukaspurning:
Hver er konan hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi heitir höfuðborgin Bern?
2. Hvar fór sú hátíðlega athöfn fram þegar Ísland var lýst lýðveldi?
3. Bandaríski kvikmyndaleikarinn John Wayne var kunnastur fyrir að leika í tiltekinni tegund kvikmynda. Hvernig myndir voru það?
4. En hvaða bandaríski kvikmyndaleikari hafnaði Óskarsverðlaunum sem hann vann 1973 og sendi leikkonu af ættum amerískra frumbyggja til að fara með yfirlýsingu fyrir sig af því tilefni?
5. En fyrir leik í hvaða bíómynd hafði þessi viðkomandi leikari unnið verðlaunin?
6. Hvað heitir nú fullu nafni ráðuneyti það sem Bjarni Benediktsson gegnir?
7. Hversu margir þingmenn sitja á Alþingi?
8. Í hvaða borg er Buckingham-höll?
9. Krikkett er vinsælasta íþróttin í fjölmennu landi og ýmsir sögufrægir afreksmenn í íþróttinni hafa komið þar fram, svo sem Sachin Tendulkar og Sunil Gavaskar. Hvaða land er þetta?
10. Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri frumsýndi á dögunum kvikmynd sem fengið hefur dóma góða. Hvað heitir myndin?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir fígúran hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Sviss.
2. Á Þingvöllum.
3. Kúrekamyndir.
4. Marlon Brando.
5. Hann lék Guðföðurinn í samnefndri bíómynd.
6. Fjármála- og efnahagsráðuneytið.
7. 63.
8. London.
9. Indland.
10. Skjálfti.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Agatha Christie.
Á neðri myndinni er Lilli klifurmús.
Athugasemdir