Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Katrín segir afsökunarbeiðni Sigurðar Inga nægja

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra seg­ir rasísk um­mæli Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar um Vig­dísi Häsler óá­sætt­an­leg en að hann hafi beðist af­sök­un­ar með mjög skýr­um hætti. Hall­dóra Mo­gensen, þing­mað­ur Pírata seg­ir um­mæl­in telj­ast áreitni í skiln­ingi laga. Sig­mar Guð­munds­son, þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir ljóst að for­dóm­ar grass­eri á öll­um stig­um sam­fé­lags­ins líka við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.

Katrín segir afsökunarbeiðni Sigurðar Inga nægja
Telur ekki þörf á meiru Forsætisráðherra segir skipta máli að menn stigi fram og biðjist afsökunar verði þeim á og það hafi innviðaráðherra nú gert með skýrum hætti, Mynd: Davíð Þór

„Við verðum líka að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar eins og hæstvirður innviðaráðherra hefur gert með mjög skýrum hætti.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í umræðum á Alþingi um rasísk ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Var ekki á orðum Katrínar að heyra að hún teldi þörf á að aðhafast frekar í málinu. 

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata spurði Katrínu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi, út í hin rasísku ummæli sem Sigurður Ingi lét falla í garð Vigdísar síðastliðið fimmtudagskvöld. Vigdís steig fram og lýsti upplifun sinni í færslu á Facebook í hádeginu. Sigurður Ingi baðst síðan afsökunar á ummælunum á sama vettvangi nú síðdegis, skömmu áður en þingfundur hófst. 

Rasísk og niðrandi ummæli

Halldóra spurði hvernig forsætisráðherra teldi að ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð á óviðeigandi ummælum sem ráðherra lét falla um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Ummæli sem hafi verið „rasísk, þau voru niðrandi og þau voru særandi,“ sagði Halldóra. Þá sagði hún að þau væru einnig brot á lögum. „Ummælin sem voru látin falla teljast áreitni í skilningi laga,“ sagði Halldóra og spurði forsætisráðherrra hvort hún myndi fara fram á að Sigurður Ingi segði af sér. Katrín sagði að innviðaráðherra hefði nú stigið fram og beðist afsökunar á ummælum sínum og að sú afsökunarbeiðni endurspeglaði afstöðu hans til eigin ummæla. „Þegar mönnum verður á og þeir gera mistök skiptir máli að þeir stigi fram og biðjist afsökunar með skýrum hætti sem innviðaráðherra hæstvirtur hefur gert og það skiptir máli,“ sagði Katrín á Alþingi.   

„Hvar stendur forsætisráðherra, er nóg að biðjast bara afsökunar á lögbroti“
Halldóra Mogensen
um ummæli Sigurðar Inga

Halldóra kom þá aftur í ræðustól og sagði að Katrín bæri ekki beina ábyrgð á orðum eða gjörðum ráðherra innan hennar ríkisstjórnar en að sem leiðtogi ríkisstjórninnar bæri hún ábyrgð á því að vera leiðandi í þeim samfélagsbreytingum sem hún sjálf boði. „Það er hennar að draga línuna í sandinn. Ef hún ætlar að vera kyndilberi jafnréttis út á við hlýtur hún að þurfa að bregðast við á einhvern hátt þegar ráðherra í hennar eigin ríkisstjórn verður uppvís að framkomu sem brýtur í bága við allt sem hún stendur fyrir,“ sagði Halldóra og spurði hversu mikil alvara forsætisherra væri um að  uppræta mismunun þegar í harðbakkann slægi. „Hvar stendur forsætisráðherra, er nóg að biðjast bara afsökunar á lögbroti, eru það skilaboðin inn í framtíðina, ef ráðherra brýtur lög, er þá nóg að segja bara afsakið, þetta voru mistök?“ spurði Halldóra og Katrín svaraði:

„Forsætisráðherra stendur bara nákvæmlega þar sem hún hefur staðið hingað til og stendur þar áfram. Það liggur algerlega fyrir að þau ummæli sem vitnað er til voru óásættanleg og ég rengi ekki orð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í þeim efnum en við verðum líka að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar eins og hæstvirtur innviðaráðherra hefur gert með mjög skýrum hætti,“ sagði Katrín. 

Segir fordóma grassera við ríkisstjórnarborðið

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði í óundurbúnum  fyrirspurnum á Alþingi að frásögn Vigdísar Häsler um orð sem Sigurður Ingi hafi látið falla um hana í vitna viðurvist væru sláandi. 

Vill að atburðarás helgarinnar verði skoðuð, sérstaklega ,,gaslýsing“ aðstoðarmanns innviðaráðherraSigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði að hafa þyrfti í huga atburðarrás þessa ,,hörmulega máls“


„Samkvæmt þeim á leiðtogi ríkisstjórnarflokks og ráðherra að hafa gerst sekur um rasísk ummæli sem svo hefur verið staðfest af ráðherranum,“ sagði Sigmar og vitnaði í yfirlýsingu Vigdísar frá því í morgun þar sem sagði meðal annars: „Duldir fordómar eru gríðarlegt samfélagsmein og grassera á öllum stigum samfélagsins“.  Sagði Sigmar að lýsing þolanda á ummælum ráðherra í ríkisstjórn Íslands hlytu að kalla á umræðu um fordóma í samfélaginu og á Alþingi „sem samkvæmt þessari frásögn grasserar svo sannarlega á öllum stigum samfélagsins líka við ríkisstjórnarborðið því miður,“ sagði Sigmar og spurði Katínu Jakobsdóttur hvort ekki væri augljóst að ákvæði siðareglna ráðherra hefðu verið brotin og hvort svör forsætisráðherra þyrftu ekki að vera veigameiri en þau hafi verið fyrr í umræðum um málið.  

„Fyrst svaraði pólitískur aðstoðarmaður ráðherra aðspurður af fjölmiðlum sem höfðu verið að elta þetta mál alla helgina og sagði orðrétt: „þetta er bull“
Sigmar Guðmundsson
um ummæli aðstoðarmanns innviðaráðherra um helgina

Katrín sagði að öllum ætti að sýna virðingu og gerð væri rík krafa um að ráðherrar væru vandir að virðingu sinni. „Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan að hæstvirtur innviðaráðherra hefur beðist afsökunar. Ég les út úr þeirri afsökunarbeiðni, sem er mjög skýr, þá les ég þá afstöðu að ummælin hafi verið óásættanleg og hefðu ekki átt að falla og ég tel mikilvægt að við getum tekið því þegar fólk biðst afsökunar og það skiptir máli að þegar menn gera mistök að það sé gert með þessum hætti eins og fram kemur í máli ráðherra,“ sagði Katrín  

Kallar svör aðstoðarmanns ráðherra „gaslýsingu“ 

Sigmar kom þá aftur í ræðustól og sagði að málið væri „hörmulegt“ og hann teldi mikilvægt að skoða atburðarrásina. ,,Hún er nefnilega ekki sú að hæstvirtur innviðráðherra og formaður Framsóknarflokksins hafi stigið fram brotinn og beygður yfir því að hafa viðhaft leiðinleg ummæli, … fyrst svaraði pólitískur aðstoðarmaður ráðherra aðspurður af fjölmiðlum sem höfðu verið að elta þetta mál alla helgina og sagði orðrétt: „þetta er bull“. Ég velti því fyrir mér hvort við þurfum ekki að skoða afsökunarbeiðni ráðherrans í ljósi þessarar atburðarrásar allrar sem ég er að rekja og ég velti því fyrir mér hvort að þessi gaslýsing sem birtist okkur um helgina hljóti ekki að kalli á það að hæstvirtur forsætisráðherra svari hér með aðeins efnismeiri hætti,“ sagði Sigmar og bætti við að þó sér þætti afar leiðinlegt að þurfa að standa í ræðustól og tala um málið þá væri það gríðarlega mikilvægt. „Verðum við ekki að velta fyrir okkur atburðarrásinni áður en beðist var afsökunar og hver er hljómur afsökunarbeiðni þegar aðdragandinn er þessi?,“ spurði Sigmar forsætisráðherra. 

Katrín vísaði fyrirspurn um orð aðstoðarmanns ráðherra til innviðaráðherra sjálfs og ítrekaði að lokum orð sín um að afsökunarbeiðni Sigurðar Inga hefði verið mjög skýr. „Ég sé ekki ástæðu til að draga heilindi afsökunarbeiðni hæstvirts innviðaráðherra í efa,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Alþingi í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞP
    Þuríður Pétursdóttir skrifaði
    Segðu mér hverjir eru vinir þínir Katrín Jakobsdóttir og ég veit þá hver þú ert. Samkv fréttur eru vinir þínir m.a. rasistar, lygalaupar, spilltir menn sem selja eigur almenings til vina sinna á spottprís og kæra konur fyrir að mótmæla misrétti. Þá vitum við hver þú ert Katrín.
    0
  • Gísli Sváfnisson skrifaði
    Það er sem sagt nóg að biðjast afsökunar ef ráðherrar a) brjóta lög, b) brjóta siðareglur bæði alþingismann og ráðherra, c) misfara með opinbert fé, d) selja eignir almennings til vina og félaga, langt undir markaðsverði o. s.frv. Þetta er skondin stjórnsýsla í þessu landi.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár