Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Katrín segir afsökunarbeiðni Sigurðar Inga nægja

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra seg­ir rasísk um­mæli Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar um Vig­dísi Häsler óá­sætt­an­leg en að hann hafi beðist af­sök­un­ar með mjög skýr­um hætti. Hall­dóra Mo­gensen, þing­mað­ur Pírata seg­ir um­mæl­in telj­ast áreitni í skiln­ingi laga. Sig­mar Guð­munds­son, þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir ljóst að for­dóm­ar grass­eri á öll­um stig­um sam­fé­lags­ins líka við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.

Katrín segir afsökunarbeiðni Sigurðar Inga nægja
Telur ekki þörf á meiru Forsætisráðherra segir skipta máli að menn stigi fram og biðjist afsökunar verði þeim á og það hafi innviðaráðherra nú gert með skýrum hætti, Mynd: Davíð Þór

„Við verðum líka að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar eins og hæstvirður innviðaráðherra hefur gert með mjög skýrum hætti.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í umræðum á Alþingi um rasísk ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Var ekki á orðum Katrínar að heyra að hún teldi þörf á að aðhafast frekar í málinu. 

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata spurði Katrínu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi, út í hin rasísku ummæli sem Sigurður Ingi lét falla í garð Vigdísar síðastliðið fimmtudagskvöld. Vigdís steig fram og lýsti upplifun sinni í færslu á Facebook í hádeginu. Sigurður Ingi baðst síðan afsökunar á ummælunum á sama vettvangi nú síðdegis, skömmu áður en þingfundur hófst. 

Rasísk og niðrandi ummæli

Halldóra spurði hvernig forsætisráðherra teldi að ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð á óviðeigandi ummælum sem ráðherra lét falla um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Ummæli sem hafi verið „rasísk, þau voru niðrandi og þau voru særandi,“ sagði Halldóra. Þá sagði hún að þau væru einnig brot á lögum. „Ummælin sem voru látin falla teljast áreitni í skilningi laga,“ sagði Halldóra og spurði forsætisráðherrra hvort hún myndi fara fram á að Sigurður Ingi segði af sér. Katrín sagði að innviðaráðherra hefði nú stigið fram og beðist afsökunar á ummælum sínum og að sú afsökunarbeiðni endurspeglaði afstöðu hans til eigin ummæla. „Þegar mönnum verður á og þeir gera mistök skiptir máli að þeir stigi fram og biðjist afsökunar með skýrum hætti sem innviðaráðherra hæstvirtur hefur gert og það skiptir máli,“ sagði Katrín á Alþingi.   

„Hvar stendur forsætisráðherra, er nóg að biðjast bara afsökunar á lögbroti“
Halldóra Mogensen
um ummæli Sigurðar Inga

Halldóra kom þá aftur í ræðustól og sagði að Katrín bæri ekki beina ábyrgð á orðum eða gjörðum ráðherra innan hennar ríkisstjórnar en að sem leiðtogi ríkisstjórninnar bæri hún ábyrgð á því að vera leiðandi í þeim samfélagsbreytingum sem hún sjálf boði. „Það er hennar að draga línuna í sandinn. Ef hún ætlar að vera kyndilberi jafnréttis út á við hlýtur hún að þurfa að bregðast við á einhvern hátt þegar ráðherra í hennar eigin ríkisstjórn verður uppvís að framkomu sem brýtur í bága við allt sem hún stendur fyrir,“ sagði Halldóra og spurði hversu mikil alvara forsætisherra væri um að  uppræta mismunun þegar í harðbakkann slægi. „Hvar stendur forsætisráðherra, er nóg að biðjast bara afsökunar á lögbroti, eru það skilaboðin inn í framtíðina, ef ráðherra brýtur lög, er þá nóg að segja bara afsakið, þetta voru mistök?“ spurði Halldóra og Katrín svaraði:

„Forsætisráðherra stendur bara nákvæmlega þar sem hún hefur staðið hingað til og stendur þar áfram. Það liggur algerlega fyrir að þau ummæli sem vitnað er til voru óásættanleg og ég rengi ekki orð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í þeim efnum en við verðum líka að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar eins og hæstvirtur innviðaráðherra hefur gert með mjög skýrum hætti,“ sagði Katrín. 

Segir fordóma grassera við ríkisstjórnarborðið

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði í óundurbúnum  fyrirspurnum á Alþingi að frásögn Vigdísar Häsler um orð sem Sigurður Ingi hafi látið falla um hana í vitna viðurvist væru sláandi. 

Vill að atburðarás helgarinnar verði skoðuð, sérstaklega ,,gaslýsing“ aðstoðarmanns innviðaráðherraSigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði að hafa þyrfti í huga atburðarrás þessa ,,hörmulega máls“


„Samkvæmt þeim á leiðtogi ríkisstjórnarflokks og ráðherra að hafa gerst sekur um rasísk ummæli sem svo hefur verið staðfest af ráðherranum,“ sagði Sigmar og vitnaði í yfirlýsingu Vigdísar frá því í morgun þar sem sagði meðal annars: „Duldir fordómar eru gríðarlegt samfélagsmein og grassera á öllum stigum samfélagsins“.  Sagði Sigmar að lýsing þolanda á ummælum ráðherra í ríkisstjórn Íslands hlytu að kalla á umræðu um fordóma í samfélaginu og á Alþingi „sem samkvæmt þessari frásögn grasserar svo sannarlega á öllum stigum samfélagsins líka við ríkisstjórnarborðið því miður,“ sagði Sigmar og spurði Katínu Jakobsdóttur hvort ekki væri augljóst að ákvæði siðareglna ráðherra hefðu verið brotin og hvort svör forsætisráðherra þyrftu ekki að vera veigameiri en þau hafi verið fyrr í umræðum um málið.  

„Fyrst svaraði pólitískur aðstoðarmaður ráðherra aðspurður af fjölmiðlum sem höfðu verið að elta þetta mál alla helgina og sagði orðrétt: „þetta er bull“
Sigmar Guðmundsson
um ummæli aðstoðarmanns innviðaráðherra um helgina

Katrín sagði að öllum ætti að sýna virðingu og gerð væri rík krafa um að ráðherrar væru vandir að virðingu sinni. „Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan að hæstvirtur innviðaráðherra hefur beðist afsökunar. Ég les út úr þeirri afsökunarbeiðni, sem er mjög skýr, þá les ég þá afstöðu að ummælin hafi verið óásættanleg og hefðu ekki átt að falla og ég tel mikilvægt að við getum tekið því þegar fólk biðst afsökunar og það skiptir máli að þegar menn gera mistök að það sé gert með þessum hætti eins og fram kemur í máli ráðherra,“ sagði Katrín  

Kallar svör aðstoðarmanns ráðherra „gaslýsingu“ 

Sigmar kom þá aftur í ræðustól og sagði að málið væri „hörmulegt“ og hann teldi mikilvægt að skoða atburðarrásina. ,,Hún er nefnilega ekki sú að hæstvirtur innviðráðherra og formaður Framsóknarflokksins hafi stigið fram brotinn og beygður yfir því að hafa viðhaft leiðinleg ummæli, … fyrst svaraði pólitískur aðstoðarmaður ráðherra aðspurður af fjölmiðlum sem höfðu verið að elta þetta mál alla helgina og sagði orðrétt: „þetta er bull“. Ég velti því fyrir mér hvort við þurfum ekki að skoða afsökunarbeiðni ráðherrans í ljósi þessarar atburðarrásar allrar sem ég er að rekja og ég velti því fyrir mér hvort að þessi gaslýsing sem birtist okkur um helgina hljóti ekki að kalli á það að hæstvirtur forsætisráðherra svari hér með aðeins efnismeiri hætti,“ sagði Sigmar og bætti við að þó sér þætti afar leiðinlegt að þurfa að standa í ræðustól og tala um málið þá væri það gríðarlega mikilvægt. „Verðum við ekki að velta fyrir okkur atburðarrásinni áður en beðist var afsökunar og hver er hljómur afsökunarbeiðni þegar aðdragandinn er þessi?,“ spurði Sigmar forsætisráðherra. 

Katrín vísaði fyrirspurn um orð aðstoðarmanns ráðherra til innviðaráðherra sjálfs og ítrekaði að lokum orð sín um að afsökunarbeiðni Sigurðar Inga hefði verið mjög skýr. „Ég sé ekki ástæðu til að draga heilindi afsökunarbeiðni hæstvirts innviðaráðherra í efa,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á Alþingi í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞP
    Þuríður Pétursdóttir skrifaði
    Segðu mér hverjir eru vinir þínir Katrín Jakobsdóttir og ég veit þá hver þú ert. Samkv fréttur eru vinir þínir m.a. rasistar, lygalaupar, spilltir menn sem selja eigur almenings til vina sinna á spottprís og kæra konur fyrir að mótmæla misrétti. Þá vitum við hver þú ert Katrín.
    0
  • Gísli Sváfnisson skrifaði
    Það er sem sagt nóg að biðjast afsökunar ef ráðherrar a) brjóta lög, b) brjóta siðareglur bæði alþingismann og ráðherra, c) misfara með opinbert fé, d) selja eignir almennings til vina og félaga, langt undir markaðsverði o. s.frv. Þetta er skondin stjórnsýsla í þessu landi.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár