Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir vændi „rústa“ konum í neyslu

Ung kona sem er á bata­vegi eft­ir að hafa ver­ið háð ópíóð­um seg­ir al­geng­ara en fólk held­ur að gift­ir menn sem ekki séu í neyslu kaupi vændi af ung­um kon­um í ópíóðaneyslu og nýti sér þannig neyð þeirra. Hún seg­ir hræði­legt að fylgj­ast með því hvað þeir hafi mik­il völd yf­ir kon­um í af­ar við­kvæmri stöðu sem sam­fé­lag­ið vilji helst ekki vita af.

Segir vændi „rústa“ konum í neyslu
Konan segist oft hafa farið inn í hættulegar aðstæður til að verða sér úti um efni. Slíka neyð nýti sumir karlmenn sér og hafi „rosaleg“ völd yfir konum sem séu í afar viðkvæmri stöðu. Mynd: Shutterstock

Konan sem er í viðtali hjá Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur segist hafa átt margar vinkonur sem séu fastar í vændi og að karlmenn nýti sér neyð þeirra. Flestar þeirra séu mjög veikar, sérstaklega þær sem séu háðar ópíóðum því að þær þurfi skammtinn sinn daglega og stundum oft á dag til að forðast fráhvörf sem hún segir vera hræðilega erfið.  Því grípi margar þeirra til alls kyns örþrifaráða til að „lifa daginn af“.  Margar stundi vændi til að fjármagna neysluna.  „Þetta rústar þeim og maður horfir uppá þær verða að engu,“ segir konan sem er nú á góðum batavegi eftir að hafa verið háð ópíóðum í nokkur ár.  Á því tímabili segist hún hafa búið um tíma á götunni, í athvörfum fyrir heimilislaust fólk og flakkað á milli íbúða vina og kunningja í leit að skjóli.  

Leiðirnar til að verða sér úti um efni oft skelfilegar 

Hún segir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár