Stjórn talibana í Afganistan tilkynnti í lok mars að gagnfræðaskólum stúlkna yrði lokað, klukkustundum eftir að þeir voru enduropnaðir í fyrsta skipti í nærri sjö mánuði.
Þessi viðsnúningur í ákvarðanatöku talibana þýðir að kvenkyns nemendur ofar en sjötta bekk munu ekki fá að mæta í skólann.
Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu stóð að nú yrði öllum skólum fyrir stúlkur lokað þar til önnur áætlun væri komin upp í samræmi við íslömsk lög og afganska menningu samkvæmt Bhaktar, ríkisfréttamiðlinum.
„Við upplýsum alla gagnfræðaskóla, þá skóla sem að hafa kvenkyns nemendur ofar en sjötta bekk, að þeim verður lokað þar til næsta skipun berst,“ sagði í tilkynningunni.
„Já, það er satt,“ sagði talsmaður Ttalibana, Inamullah Samangani, við AFP fréttastofuna þegar hún bað hann um að staðfesta tilkynningar um að stúlkum hefði verið skipað að fara heim.
Hann vildi ekki útskýra ástæður þess, á meðan talsmaður menntamálaráðuneytissins, Aziz Ahmad Rayan, sagði: „Við höfum ekki …
Athugasemdir