Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Yfirlæknir um ópíóðafaraldurinn: „Þetta voru bara dópsalar í jakkafötum“

Yf­ir­lækn­ir bráða­mót­töku Land­spít­ala – há­skóla­sjúkra­húss, Hjalti Már Björns­son, seg­ir að lækn­ar í Banda­ríkj­un­um hafi ver­ið miklu lík­legri til að skrifa út morfín­lyf fyr­ir fólk en lækn­ar á Ís­landi. Hann seg­ir að sala og mark­aðs­setn­ing sumra lyfja­fyr­ir­tækja á morfín­lyfj­um sé glæp­sam­leg.

<span>Yfirlæknir um ópíóðafaraldurinn:</span> „Þetta voru bara dópsalar í jakkafötum“
Segir háttefni lyfjafyrirtækja hafa verið glæpsamlega Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að sala- og markaðssetning bandarískra lyfjafyrirtækja á ópíóðum hafi í einhverjum tilfellum verið glæpsamleg.

Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala –háskólasjúkrahúss, segir að forsvarsmenn bandarískra lyfjafyrirtækja sem markaðssettu og seldu ópíóða (morfínsskyld verkjalyf) með óábyrgum hætti séu í reynd ígildi „dópsala í jakkafötum“. „Það er augljós staðreynd í dag að markaðssetning ópíóða í tengslum við Oxycontin-faraldurinn í Bandaríkjunum var hreinlega glæpsamleg. Það var hreinlega logið að læknastéttinni að kominn væri á markað nýr flokkur ópíóða sem væru ekki ávanabindandi og að þess vegna ættu læknar að ávísa þeim. Það var beinlínis sagt við lækna að það væri vanræksla og ill meðferð að meðhöndla ekki verkina. Nú vitum við að það er hrein og klár lygi hjá þessu fyrirtæki sem markaðssetti OxyContin. Mér finnst þetta alltaf vera gömul ábending um það að þegar maður er að hugsa um að gera eitthvað, þá eigi maður ekki að hlusta á þann sem hefur hag af því að selja vöruna,“ segir Hjalti. 

Talið er að samtals hafi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • You can dress a sewer rat in a suit, he's still a sewer rat, just in a suit
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Og að baki þeirra stóðu Bisnesmenn sem vissu hvað þeir vildu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stórveldi sársaukans

Lífeyrissjóður harmar ábyrgð sína á ópíóðafaraldri
ViðskiptiStórveldi sársaukans

Líf­eyr­is­sjóð­ur harm­ar ábyrgð sína á ópíóðafar­aldri

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir sem fjár­festu í Acta­vis þeg­ar fyr­ir­tæk­ið var stór­tækt á ópíóða­mark­að­in­um í Banda­ríkj­un­um segj­ast ekki hafa vit­að um skað­semi og vill­andi mark­aðs­setn­ingu morfín­lyfj­anna. Ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir högn­uð­ust um 27 millj­arða þeg­ar þeir seldu fjár­fest­ing­ar­fé­lagi Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar hluta­bréf í Acta­vis ár­ið 2007, eft­ir að fyr­ir­tæk­ið var far­ið að selja morfín­lyf í stór­um stíl.
Actavis borgar 30 milljarða króna bætur í Texas vegna ópíóðafaraldursins
FréttirStórveldi sársaukans

Acta­vis borg­ar 30 millj­arða króna bæt­ur í Texas vegna ópíóðafar­ald­urs­ins

Ís­lenska lyfja­fyr­ir­tæk­ið Acta­vis seldi hvergi fleiri ópíóða­töfl­ur en í Texas-fylki á ár­un­um 2006 til 2014. Um var að ræða rúm­lega þrjá millj­arða taflna. Í byrj­un fe­brú­ar var greint frá því að fyr­ir­tæk­ið hefði sæst á að greiða skaða­bæt­ur í rík­inu út af fram­leiðslu og sölu sinni á ópíóð­um í fylk­inu. Eig­andi Acta­vis-fé­lag­anna í dag, Teva, við­ur­kenn­ir hins veg­ar ekki sekt sína þrátt fyr­ir skaða­bæt­urn­ar.
Sif var háð OxyContin í tvö og hálft ár: „Ég tók þetta á hverjum einasta degi“
FréttirStórveldi sársaukans

Sif var háð OxyCont­in í tvö og hálft ár: „Ég tók þetta á hverj­um ein­asta degi“

Sif Sig­urð­ar­dótt­ir fjöl­miðla­fræð­ing­ur not­aði OxyCont­in við bak­verkj­um á ár­un­um 2009 til 2012. Lækn­ir­inn henn­ar ávís­aði lyfj­un­um til henn­ar og leið henni illa ef hún tók ekki skammt­inn sinn og fékk þá frá­hvarf­s­ein­kenni. Sif er gott dæmi um hvernig við­horf til OxyCont­in-ávís­ana hef­ur breyst.
Fékk 490 töflur frá heimilislækni á tveimur mánuðum: „Hún hættir aldrei á þessu OxyContin“
FréttirStórveldi sársaukans

Fékk 490 töfl­ur frá heim­il­is­lækni á tveim­ur mán­uð­um: „Hún hætt­ir aldrei á þessu OxyCont­in“

Sjö­tug kona á Ak­ur­eyri kynnt­ist OxyCont­in þeg­ar mað­ur­inn henn­ar var krabba­meins­sjúk­ling­ur fyr­ir að verða 20 ár­um. Kon­an hef­ur þannig lang­vinna, krón­íska verki sem hæp­ið er að ávísa morfín­lyfj­um fyr­ir sam­kvæmt lækn­um sem Stund­in hef­ur rætt við. Dótt­ir kon­unn­ar seg­ir að mamma sín muni aldrei hætta á OxyCont­in því frá­hvörf­in séu „við­bjóð­ur“.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár