Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala –háskólasjúkrahúss, segir að forsvarsmenn bandarískra lyfjafyrirtækja sem markaðssettu og seldu ópíóða (morfínsskyld verkjalyf) með óábyrgum hætti séu í reynd ígildi „dópsala í jakkafötum“. „Það er augljós staðreynd í dag að markaðssetning ópíóða í tengslum við Oxycontin-faraldurinn í Bandaríkjunum var hreinlega glæpsamleg. Það var hreinlega logið að læknastéttinni að kominn væri á markað nýr flokkur ópíóða sem væru ekki ávanabindandi og að þess vegna ættu læknar að ávísa þeim. Það var beinlínis sagt við lækna að það væri vanræksla og ill meðferð að meðhöndla ekki verkina. Nú vitum við að það er hrein og klár lygi hjá þessu fyrirtæki sem markaðssetti OxyContin. Mér finnst þetta alltaf vera gömul ábending um það að þegar maður er að hugsa um að gera eitthvað, þá eigi maður ekki að hlusta á þann sem hefur hag af því að selja vöruna,“ segir Hjalti.
Talið er að samtals hafi …
Athugasemdir (2)