Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Svona bregðast Vesturlönd við innrás Rússa

Banda­rík­in og banda­menn leggja höml­ur á starf­semi rúss­neskra banka og út­flutn­ing til Rúss­lands.

Biden í kvöld Biden boðaði harðari refsiaðgerðir gegn Rússum og lofaði að Nató myndi fylgja eftir ákvæði 5. um að árás á eitt landi væri metið árás á öll.

Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti rétt í þessu fjölþættar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og rússneskum hagsmunum. Hann sagði meira en helming alls heimshagkerfisins standa saman gegn Rússlandi Pútíns.

Ríkin sem standa að refsiaðgerðunum eru, auk Bandaríkjanna og helstu Evrópuríkja, meðal annars Kanada, Nýja-Sjáland og Japan. Hvorki Indland né Kína tekur þátt.

„Við munum takmarka getu Rússa til að eiga viðskipti í dollurum, evrum, pundum og jenum. Til að vera hluti af alþjóðahagkerfinu. Við hindrum getu þeirra til að stækka og fjármagna rússneska herinn. Við ætlum að trufla getu þeirra til að keppa í hátæknilegu umhverfi 21. aldar. Við höfum nú þegar séð áhrif aðgerða okkar á rússneskt hagkerfi og gjaldmiðilinn rúbluna, sem náði sinni veikustu stöðu frá upphafi fyrr í dag. Hlutabréfamarkaður Rússa hrundi í dag,“ sagði hann.

Hlutabréfamarkaðurinn í Moskvu féll um 35% í dag, en meðaltalsfall á heimsvísu var 5%. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SHE
    Sigurður H. Einarsson skrifaði
    Á svo ekki að hætta að bera fram rúsneskt Vodka í ráðherraveislum eins og Thatcher gerði?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár