Síðustu ár og áratugi hefur umræða um loftslagsbreytingar aðallega snúist um hvernig hægt sé að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hlýnun jarðar. Og þótt hlýnunin sé þegar farin að hafa áhrif á veðurfar og vistkerfi um allan heim hefur minna verið talað um hvernig bregðast skuli við þegar hlýnun eykst þrátt fyrir að vísindafólk segi að hún eigi eftir að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir líf á jörðinni. Allra síðustu ár hafa stjórnvöld víða um heim þó í auknum mæli farið að búa sig sig undir þá vá sem samfélög heimsins standa frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga.
Í september í fyrra var birt stefna íslenskra stjórnvalda um aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum.
Af því tilefni sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þáverandi umhverfisráðherra, að heildstæð nálgun á loftslagsmálum feli hvort tveggja í sér að grípa til mótvægisaðgerða til að draga úr losun og auka bindingu, og aðgerða til þess „að aðlaga samfélagið að þeim …
Athugasemdir