Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Undirbúningur viðbragða vegna loftslagsvár á Íslandi hafinn

Manns­líf geta ver­ið í hættu á Ís­landi vegna skriðu­falla, tíð­ari gróð­ur- og skógar­elda af völd­um lofts­lags­breyt­inga. Þá get­ur smit­sjúk­dóma­hætta auk­ist við hlýn­andi veð­ur­far. Sig­urð­ur Loft­ur Thorlacius um­hverf­is­verk­fræð­ing­ur seg­ir lít­ið sem ekk­ert hafa ver­ið rætt um við­brögð við lofts­lags­vá á Ís­landi fyrr en ný­lega. Vinna við stórt áhættu­grein­ing­ar­verk­efni er haf­ið hjá Al­manna­vörn­um.

Undirbúningur viðbragða vegna loftslagsvár á Íslandi hafinn

Síðustu ár og áratugi hefur umræða um loftslagsbreytingar aðallega snúist um hvernig hægt sé að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hlýnun jarðar.  Og þótt hlýnunin sé þegar farin að hafa áhrif á veðurfar og vistkerfi um allan heim hefur minna verið talað um hvernig bregðast skuli við þegar hlýnun eykst þrátt fyrir að vísindafólk segi að hún eigi eftir að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir líf á jörðinni.  Allra síðustu ár hafa stjórnvöld víða um heim þó í auknum mæli farið að búa sig sig undir þá vá sem samfélög heimsins standa frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga.
Í september í fyrra var birt stefna íslenskra stjórnvalda um aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum. 

Af því tilefni sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þáverandi umhverfisráðherra, að heildstæð nálgun á loftslagsmálum feli hvort tveggja í sér að grípa til mótvægisaðgerða til að draga úr losun og auka bindingu, og aðgerða til þess „að aðlaga samfélagið að þeim …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár