Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Svar við spurningum Bjarna: Án frjálsrar blaðamennsku þrífst ekkert lýðræði

Laga­leg sér­staða blaða- og frétta­manna í störf­um sín­um ætti að vera skýr sam­kvæmt Blaða­manna­fé­lagi Ís­lands og Fé­lagi frétta­manna, sem segja sér ljúft og skylt að svara spurn­ing­um sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra varp­aði fram í gær varð­andi stöðu blaða­manna sem fá rétt­ar­stöðu sak­born­ings.

Svar við spurningum Bjarna: Án frjálsrar blaðamennsku þrífst ekkert lýðræði

„Eru fjölmiðlamenn of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar?“ spurði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi: „Hvernig getur það talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að þeir gefi skýrslu?“

Í stöðuuppfærslu á Facebook fjallaði Bjarni um þá stöðu að lögreglustjórinn á Norðurlandi Eystra hefur kallað fjóra blaðamenn í yfirheyrslu þar sem þeir fá réttarstöðu sakbornings á grundvelli brota á friðhelgi einkalífs vegna umfjöllunar um skæruliðadeild Samherja. Blaðamannafélagið og Félag fréttamanna hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þessum spurningum og öðrum í stöðuuppfærslu Bjarna er svarað. Yfirlýsing félaganna tveggja er birt í heild sinni hér að neðan er þar er meðal annars bent á að sem einstaklingar séu blaða- og fréttamenn jafnir öðrum að lögum, „til dæmis ef þeir eru grunaðir um ölvunarakstur, fjársvik eða ofbeldisbrot.“ Um störf þeirra gegni hins vegar öðru máli, um þau gildi önnur lög og reglur en um önnur störf, vegna hlutverks fjölmiðla í lýðræðisríki. Frelsi blaðamanna til að fjalla um mikilvæg fréttamál og veita valdhöfum aðhald séu lýðræðissamfélagi lífsnauðsynleg, án þess þrífist ekki lýðræði. Að auki eru blaðamenn ein fárra stétta sem er óheimilt samkvæmt lögum að svara spurningum er varða heimildarmenn og fyrir því séu ríkar ástæður.

Í því ljósi samþykkti Alþingi breytingartillögu á lögum um kynferðislega friðhelgi þar sem kveðið var á um að ákvæði um brot á friðhelgi einkalífs ætti ekki við þegar háttsemin væri réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna. Bjarni var á meðal þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með lagabreytingunni. Eins hefur komið fram að blaðamennirnir hafi verið boðaðir í skýrslutöku með vísan í meint brot gegn friðhelgi einkalífs, en Bjarni dregur það í efa í stöðuuppfærslunni, gagnrýnir fréttaflutning af málinu því hann hafi byggt á orðum þeirra sem var gefið að sök að hafa framið brot. „Þeir segja okkur að þeim sé gefið að sök að hafa nýtt gögn til að skrifa fréttir. En hvað vita þeir svo sem um það á þessu stigi máls?” spurði Bjarni, sem gagnrýndi fleiri atriði við fréttaflutning RÚV. Til að mynda það að rætt hafi verið lögmann sem taldi ólíklegt að gefin yrði ákæra á hendur blaðamönnum á grundvelli þeirra lagagreina sem vísað var til í boðuninni. Velti hann því síðan upp hvort það væri eitthvað sérstaklega íþyngjandi fyrir blaðamenn að fá réttarstöðu sakbornings vegna fréttaflutnings, „er það mjög íþyngjandi?“ spurði hann, „meira íþyngjandi en almennir borgarar þurfa að þola í málum sem eru til rannsóknar lögreglu?“ Þeir sem hefðu hreinan skjöld gætu mætt óhræddir til lögreglu og þar væru sum mál felld niður, önnur færu í ákæru, sýknað í sumum, sakfellt í öðrum. „Þarf öll þessi stóryrði áður en lögreglan spyr fyrstu spurningarinnar undir rannsókn málsins?“

Svar við spurningum Bjarna

Hér að neðan er yfirlýsing Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna: 

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í gær á Facebooksíðu sinni um þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að boða fjóra blaða- og fréttamenn í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga, vegna umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja. Þar setti hann fram þessar spurningar:

Eru fjölmiðlamenn of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar? Hvernig getur það talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að þeir gefi skýrslu?

Okkur er bæði ljúft og skylt að svara þessari spurningu.

Blaða- og fréttamenn eru sem einstaklingar jafnir öðrum að lögum, t.d. ef þeir eru grunaðir um ölvunarakstur, fjársvik eða ofbeldisbrot. Um störf þeirra gegnir hins vegar öðru máli. Um þau gilda önnur lög og reglur en um önnur störf, vegna hlutverks þeirra.

Frelsi blaðamanna til að fjalla um mikilvæg fréttamál og veita valdhöfum aðhald eru lýðræðissamfélaginu lífsnauðsynleg. Án frjálsrar blaðamennsku þrífst ekkert lýðræði. Blaðamennska getur verið, og á að vera óþægileg fyrir fólk, stofnanir og fyrirtæki í valdastöðum, því hún afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu. Til þess að greina frá slíkum brestum getur verið nauðsynlegt að nota gögn sem ekki hefur verið aflað með lögmætum hætti. Dómstólar hafa staðfest að notkun blaðamanna á slíkum gögnum geti samræmst hlutverki þeirra að taka við og miðla upplýsingum sem erindi eiga við almenning.

Það liggur í eðli valdsins að verjast, og handhafar þess geta freistast til að takmarka frelsi fjölmiðla til að fjalla um þá með gagnrýnum hætti. Þessi freistnivandi hefur valdið óheillaþróun í ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi, þar sem lögreglu hefur verið beitt til að yfirheyra og ákæra blaðamenn sem reynst hafa valdhöfum óþægur ljár í þúfu. Þessi valdbeiting gegn blaðamönnum, ásamt veikburða og einsleitu fjölmiðlaumhverfi, hefur veikt undirstöður lýðræðisins í þessum ríkjum enn frekar.

Íslendingar hafa, eins og margar aðrar lýðræðisþjóðir, slegið ákveðna varnagla til að tryggja blaðamönnum athafnafrelsi til að sinna störfum sínum. Þá má t.d. finna í lögum um fjölmiðla, þar sem blaðamönnum er beinlínis bannað að rjúfa trúnað við heimildarmenn sína, hafi þeir óskað nafnleyndar:

25. gr.

Starfsmönnum fjölmiðlaveitu sem hlotið hafa leyfi eða skráningu hjá fjölmiðlanefnd er óheimilt að upplýsa hver sé heimildarmaður að grein, riti, frásögn, tilkynningu eða öðru efni, hvort sem það hefur birst eða ekki, hafi heimildarmaður eða höfundur óskað nafnleyndar. Starfsmönnum fjölmiðlaveitu er jafnframt óheimilt að láta af hendi gögn sem hafa að geyma upplýsingar um heimildarmann eða höfund í slíkum tilvikum.

Blaðamenn eru sömuleiðis ein fárra stétta sem samkvæmt lögum um meðferð einkamála og sakamála er óheimilt að svara spurningum um heimildarmenn sína og það sem þeim hefur verið trúað fyrir í starfi. Fyrir þessari sérstöku stöðu blaðamanna, sem viðurkennd er í lögum um bæði meðferð einkamála og sakamála, eru gildar ástæður.

Árið 2021 var almennum hegningarlögum breytt, og bætt við þau ákvæðum um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Þau höfðu ekki áður verið refsiverð. Nýju ákvæðin hljóða svo:

228. gr.

Hver sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs annars með því að hnýsast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi, hvort heldur sem er á stafrænu eða hliðrænu formi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, enda sé háttsemin til þess fallin að valda brotaþola tjóni.

Sömu refsingu varðar það að ónýta eða skjóta undan einkagögnum þeim, sem nefnd eru í 1. mgr.

Sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum skal sá sæta, sem hnýsist í hirslur annars manns án nægilegra ástæðna.

Ákvæði 1.–3. mgr. eiga ekki við þegar háttsemin er réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna. [Feitletr. höf.]

229. gr.

Hver sem í heimildarleysi verður sér úti um aðgang að gögnum eða forritum annarra sem geymd eru á tölvutæku formi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

Ákvæði 1. mgr. á ekki við þegar háttsemin er réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna. [Feitletr. höf.]

Feitletruðu málsgreinunum var bætt inn til að tryggja að nýju ákvæðin hömluðu ekki störfum og tjáningarfrelsi fjölmiðla.

Lagaleg sérstaða blaða- og fréttamanna í störfum sínum ætti því að vera skýr. Vandséð er hverju blaða- og fréttamennirnir fjórir geta svarað umfram það í yfirheyrslum hjá lögreglu.

Því er við að bæta, að margar hættur steðja að frjálsri og óháðri blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Fréttamiðlar eru fáir og einsleitir, og starfandi blaða- og fréttamönnum fækkaði um tæpan helming á árunum 2018-2020. Í nýlegri rannsókn Worlds of Journalism Study kom í ljós að 45% íslenskra blaða- og fréttamanna höfðu upplifað hótanir eða ógnanir í starfi á undanförnum fimm árum. 16% höfðu orðið fyrir umsáturseinelti, og 15% verið lögsótt vegna starfa sinna.

Við þessar þröngu starfsaðstæður bætist nú sú ógn að lögregla boði blaða- og fréttamenn til yfirheyrslu með réttarstöðu sakbornings fyrir hegningarlagabrot, fyrir það eitt að stunda vinnu sína.

Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna ítreka stuðning sinn við þá blaða- og fréttamenn sem hafa verið boðaðir til yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga vegna starfa sinna, og hvetja valdhafa til að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun í landinu, frekar en að freistast til að ráðast gegn henni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Mér finnst of mikið af tilfinningum í þessu máli, við þurfum meira af skynsemi. Í fyrsta lagi segir ályktun Blaðamannafélagsins allt sem segja þarf.
    Í öðru lagi er orðið skæruliði samkvæmt Íslenskri orðabók hermaður í óreglulegum hernaði en það þýðir að skæruliði er ofbeldismaður. Eitt dæmi um skæruliðahernað var Rauða herdeildin (Rote Armeefracktion) í Þýskalandi ósællar minningar. Hafa lögregluvöld á Íslandi fylgst með starfsemi svokallaðar "Skæruliðadeildar" sem kallar sig svo (hvaða fyrirtæki sem hún tengist)?
    Er lögreglan í alvöru að yfirheyra fréttamenn fyrir það að reyna að upplýsa um ofbeldissamtök? Bjarni Benediktsson heldur að lesendur blaða séu of einfaldir til að átta sig á hversu gagnsæjar spurningar hans eru. Þær eru að formi og innhaldi líkar þeim sem heyrst hafa frá mönnum eins og Pútin, Erdogan, Orban og fleirum. Tilgangurinn er að strá sandi í augun á fólki og dylja hluti sem ekki eiga að fréttast.
    1
  • ÞEÁ
    Þórdís Erla Ágústsdóttir skrifaði
    Það er svo kristalstært í þessu ati Bjarna með hverjum hann er í liði að það jaðrar við að vera opinskátt í anda spilltra pólitíkusa. Hér veður hann áfram eins og naut í flagi á fullkomlega ósvífinn og heimskulegur. Er ekki komið nóg?
    1
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    ...Pravda.
    -1
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Bjarni Bein er að afhúpa hver hann er í raun og veru ,eða varhundur manna eins og voru með áróður gegn ákveðnum blaðamönnum ,með hótunum og hotunum um að gera þeirra fjölskildur eitthvert ógann .
    Bjarni ben er samsagt að verja glaðamensku Samherjamanna og aför svolkallaðra skaeruliða Samherjamanna við að níða skóinn af fréttamönnum og leggja þá í einelti .
    Málið snýst ekkert um stolin síma af einhverjum lasnum skipstrjóra í öndunar vel á sjúkrahúsi (kanski með kóvít hvar veit ),og hann á að passa símann sin ef hann er svona mikilvaegur .
    Það er eigin nílunda að stolið sé símum .
    En stolin sími og liflátsagerð ganveta manni sem blandaður er í eitt staersta brotamál ganvart fiskveiðum á íslandi .
    Þessi skipstjóri er í ákveðni krísu og aetti að vera í vitnavernd hjá vinum sínum á Akureyri .
    En þeta mal sínir bara Í HNOTSKURN FYRIR HVERN BJARNI FURSTI AF EINGEY ER AÐ VINNA
    4
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Sem flokksformaður verður Bjarni að sýna að hann geri sitt til að verja samherjana, helstu styrktaraðila flokksins ljóst og leynt. "Æ er gjöf til gjalds".
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár