Dregið hefur úr jákvæðni fólks í garð #metoo umræðunnar á síðastliðnum þremur og hálfu ári. Rannsóknarfyrirtækið Maskína birti í janúar síðastliðnum niðurstöður könnunar á viðhorfum til áhrifa #metoo á íslenskt samfélag. Þar var meðal annars lögð fyrir eftirfarandi spurning: Hversu jákvæð eða neikvæð þykir þér umræðan um #MeToo hreyfinguna vera fyrir íslenskt samfélag?
Bornar voru saman niðurstöður sömu spurningar í maí árið 2018 og í janúar árið 2022. Í maí árið 2018 sögðu ríflega 70% aðspurðra að þeir teldu áhrifin jákvæð en tæp 13 prósent að þeir teldu þau neikvæð. Í janúar síðastliðnum svöruðu hins vegar rúm 60 prósent því til að áhrifin væru jákvæð en 15,5 prósent sögðu þau neikvæð.
Þegar niðurstöður könnunar Maskínu eru greindar frekar má sjá að stærstur hluti svarenda eru þeirrar skoðunar að umræðan um #metoo sé mjög jákvæð fyrir íslenskt samfélag, en þriðjungur svarenda var á þeirri skoðun. Á móti voru aðeins rúm sex …
Athugasemdir (1)