Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vísa í lög um látna embættismenn

Há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið var form­lega stofn­að klukku­stund­um áð­ur en það átti að taka til starfa. Ráð­herra setti verk­efn­is­stjóra við und­ir­bún­ing stofn­un­ar þess sem ráðu­neyt­is­stjóra án aug­lýs­ing­ar og vís­ar í lög um látna emb­ætt­is­menn því til stuðn­ings.

Vísa í lög um látna embættismenn
Tók ákvörðunina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var sú sem tók ákvörðun um setningu Ásdísar Höllu Bragadóttur í embættið. Mynd: Heiða Helgadóttir

Innan við sólarhringur leið frá því að forsetaúrskurður um stofnun nýs ráðuneytis háskóla, iðnaðar og nýsköpunar þar til það átti að taka til starfa. Þessi skammi tími kom í veg fyrir að ráðuneytið taldi hægt að auglýsa stöðuna, en kveðið er á um að gefa þurfi að lágmarki tveggja vikna umsóknarfrest. Þetta kemur fram í svörum ráðuneytisins við spurningum Stundarinnar vegna ráðningar Ásdísar Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. 

„Í þessu ljósi var ómögulegt að hefja ráðningarferli vegna nýs embættis ráðuneytisstjóra fyrr en eftir gildistöku forsetaúrskurðar nr. 5/2022. Ráðuneytisstjóri verður að vera til staðar þegar ráðuneyti hefur störf og því þurfti að setja í það starf á meðan auglýst er,“ segir í skriflegu svari ráðuneytisins. 

Umboðsmaður spyr spurninga

Umboðsmaður Alþingis hefur sent ráðuneytinu bréf vegna málsins, sem stílað er á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra. Þar er einfaldlega spurt: var staðan auglýst og ef ekki, af hverju? 

Ásdís Halla hafði áður verið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Er ekki botnin fundin hjá þessari atgerfis og gæfusnauðu konu hennar verður minst af endemum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár