Innan við sólarhringur leið frá því að forsetaúrskurður um stofnun nýs ráðuneytis háskóla, iðnaðar og nýsköpunar þar til það átti að taka til starfa. Þessi skammi tími kom í veg fyrir að ráðuneytið taldi hægt að auglýsa stöðuna, en kveðið er á um að gefa þurfi að lágmarki tveggja vikna umsóknarfrest. Þetta kemur fram í svörum ráðuneytisins við spurningum Stundarinnar vegna ráðningar Ásdísar Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra.
„Í þessu ljósi var ómögulegt að hefja ráðningarferli vegna nýs embættis ráðuneytisstjóra fyrr en eftir gildistöku forsetaúrskurðar nr. 5/2022. Ráðuneytisstjóri verður að vera til staðar þegar ráðuneyti hefur störf og því þurfti að setja í það starf á meðan auglýst er,“ segir í skriflegu svari ráðuneytisins.
Umboðsmaður spyr spurninga
Umboðsmaður Alþingis hefur sent ráðuneytinu bréf vegna málsins, sem stílað er á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra. Þar er einfaldlega spurt: var staðan auglýst og ef ekki, af hverju?
Ásdís Halla hafði áður verið …
Athugasemdir (1)