Ástæða þess að frásögn Vítalíu Lazarevu, um kynferðisbrot fjögurra manna í heitum potti og tveggja á hótelherbergi, fékk jafn mikinn hljómgrunn og raun ber vitni er sú að mennirnir fimm sem sakaðir eru um brot gegn henni endurspegla tegund karlmennsku sem á ekki lengur upp á pallborðið og þjóðin tengir hvað helst við árin fyrir hrun. Málið minnir helst á sjónvarpsþættina EXIT sem skilur almenning eftir með óbragð í munni vegna „á þetta-má þetta“ hegðunar auðmanna gagnvart ungri varnarlausri konu af erlendum uppruna. Þetta er meðal annars mat þeirra sérfræðinga sem Stundin ræddi við um þann fjölda karlmanna sem hafa verið nafngreindir fyrir brot sín undanfarna tólf mánuði.
Sá mikli fjöldi manna sem þurft hafa að víkja úr störfum sínum eða stöðum í samfélaginu eftir að konur hafa stigið fram má rekja til viðhorfsbreytinga sem orðið hafa í íslensku samfélagi. Rekja má þær breytingar beint til #metoo hreyfingarinnar og þeirra …
Athugasemdir (2)