Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið framboð sitt til formanns SÁÁ til baka og sagt sig úr aðalstjórn samtakanna. Það gerir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, náinn samstarfsmaður og vinur Þóru, sem er upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Hún lýsir stríðsástandi innan félagsins.
„Ég dreg því framboð mitt til baka til formennsku og setu í framkvæmdastjórn í von um að þau finni sér formann sem eru óumdeildur. Hættan er sú að að það sé erfitt í samtökum þar sem meirihlutinn hefur átt við áfengisvanda að stríða einhvern hluta ævinnar og verið gerendur og þolendur allskyns ofbeldis, flestir hvortveggja. Bæði ég og Kári Stefánsson segjum okkur þar með úr aðalstjórn samtakanna.“
Á þessum orðum lýkur yfirlýsingu Þóru Kristínar sem hún sendi aðalstjórn
SÁÁ fyrir stundu og birti svo á Facebooksíðu sinni. Kjósa átti nýjan formann á fundi nú síðdegis.
Athugasemdir (2)