Þóra Kristín Ásgeirsdóttir gefur kost á sér sem formaður SÁÁ. Þetta tilkynnti hún á Facebook í morgun, þar sem hún segir að stofna eigi sannleiksnefnd til að taka á ofbeldis- og áreitnismálum innan vébanda samtakanna í fortíð og framtíð. Skorað hefur verið á Þóru Kristínu undanfarna daga að gefa kost á sér en hún er situr í dag í aðalstjórn samtakanna.
Kosið er til formanns fyrr en til stóð þar sem Einar Hermannsson, sem gegnt hefur formennsku í samtökunum síðan sumarið 2020, sagði af sér í byrjun árs eftir að upp komst að hann hefði keypt vændisþjónustu af skjólstæðingi samtakanna. Það hefur líka gustað um samtökin vegna kæru Sjúkratrygginga Íslands gegn framkvæmdastjórn samtakanna til embættis héraðssaksóknara vegna þjónustu SÁÁ á meðan COVID-faraldrinum hefur staðið.
Þóra Kristín vill hrinda í framkvæmd því sem hún kallar tímabærar breytingar á starfsemi félagsins, …
Athugasemdir (1)