Heilbrigðisstarfsmaður leitaði til starfsmanns hjá Embætti landlæknis vegna máls er varðar vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ, Einars Hermannssonar. Í tölvupósti frá heilbrigðisstarfsmanninum til konunnar sem um ræðir segist hann hafa talað við landlækni og að málið eigi að fara í ákveðinn farveg þar, líkt og fram kemur á meðfylgjandi skjáskoti af tölvupóstsamskiptum sem gengu á milli heilbrigðsstarfsmannsins og konunnar.
Tölvupósturinn var sendur konunni um það leyti sem Einar Hermannsson var í framboði til formanns SÁÁ en konunni óaði svo við því að hann færi með æðsta vald samtakanna að hún ætlaði að kæra hann til lögreglu vegna vændiskaupa.
„Ég fór ekki lengra með málið“
Starfsmaðurinn hefur staðfest í samtali við Stundina að hafa haft samband við starfsmann hjá Embætti landlæknis og spurst fyrir um í hvaða farveg slík mál færu hjá embættinu. Hann segir að hann hafi fengið góð svör hjá Embætti landlæknis.
„Mikilvægast af öllu er að fólk sem telur …
Athugasemdir