Fimm karlar sem hafa gegnt áberandi stöðum í íslensku samfélagi fóru ýmist fyrirvaralítið í leyfi eða misstu vinnuna eftir að ung kona, Vítalía Lazareva, steig fram í hlaðvarpsþætti og sagði frá ofbeldi og áreitni sem hún sagði sig hafa verið beitta. Ekkert nafn var nefnt í viðtalinu en mánuðina á undan höfðu nöfn þessara fimm manna komið fram á samfélagsmiðlum í tengslum við Instagram-færslur sem innihéldu ásakanir gegn þeim. Það var því ekki þörf á því að nafngreina mennina í viðtalinu til að margir vissu um hverja væri verið að tala.
Vítalía hafði nokkrum mánuðum fyrr, undir lok októbermánaðar á síðasta ári, byrjað að birta færslur á Instagram þar sem hún lýsti kynferðisofbeldi sem hún sagði að hún hefði verið beitt. Ofbeldið átti sér stað í heitum potti í sumarbústað og einnig inni í sumarbústaðnum. Í færslunum nafngreindi hún fjóra menn sem gerendur í málinu. Það voru viðskiptamennirnir Ari Edwald, …
Athugasemdir (1)