Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Tveggja bragga móðir

Þann 2. janú­ar síð­ast­lið­inn opn­aði Höf­uð­stöð­in þar sem áð­ur voru kart­öflu­geymsl­ur í Ár­bæn­um. Höf­uð­stöð­in er um­gjörð um mynd­list­ar­verk­ið Chromo Sapiens eft­ir Hrafn­hildi Arna­dótt­ur, lista­manns­ins Shoplifter, og sam­ein­ar lista­safn og vinnu­stofu.

Tveggja bragga móðir
Dregst að litum Hrafnhildur Shoplifter segir liti eins og ljósameðferð við skammdegisþunglyndi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Verkið Chromo Sapiens var sýnt á Feneyjatvíæringnum 2019 í Íslenska skálanum. Auk sýningarinnar verður í Höfuðstöðinni gjafavöruverslun og kaffihús þar sem boðið er upp á súpu og brauð, kaffi, léttvín og fleira. Verkefninu er stýrt af Lilju Baldursdóttur, samstarfskonu Hrafnhildar til margra ára, og saman hafa þær ráðist í að framkvæma þá hugmynd að skapa verkum Hrafnhildar fast land undir fótum og þak yfir höfuðið til frambúðar.

„Þetta er áningarstaður, þig langar ekkert að fara strax héðan,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Ég sé fyrir mér að fólk sé umvafið myndlistinni, fari í göngutúr í náttúrunni hér í kring og komi svo á trúnó yfir kaffibolla og njóti samveru.“ Þegar Hillbilly kom í heimsókn var Höfuðstöðin enn í vinnslu en þó margt komið upp og litadýrðin yfirgnæfandi og umlykjandi, á góðan og djúpnærandi hátt. Hillbilly gekk í gegnum 360° margskynjunar listaverkið Chromo Sapiens, sem er eins og að baða taugarnar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hús & Hillbilly

Leirinn er harður kennari
ViðtalHús & Hillbilly

Leir­inn er harð­ur kenn­ari

Hulda Katarína Sveins­dótt­ir og Dagný Berg­lind Gísla­dótt­ir halda úti nám­skeið­inu (Hand)leiðsla – hug­leiðsla og kera­mik, í rými Rvk Ritual á Selja­vegi 2, 101 Reykja­vík. Á nám­skeið­inu blanda þær sam­an tveim­ur heim­um, hug­leiðslu og kera­mik, enda ekki svo mik­ill mun­ur á þessu tvennu, segja þær. Báð­ar at­hafn­ir fá iðk­and­ann til að vera í nú­inu, að eiga stund með sjálf­um sér.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár