Verkið Chromo Sapiens var sýnt á Feneyjatvíæringnum 2019 í Íslenska skálanum. Auk sýningarinnar verður í Höfuðstöðinni gjafavöruverslun og kaffihús þar sem boðið er upp á súpu og brauð, kaffi, léttvín og fleira. Verkefninu er stýrt af Lilju Baldursdóttur, samstarfskonu Hrafnhildar til margra ára, og saman hafa þær ráðist í að framkvæma þá hugmynd að skapa verkum Hrafnhildar fast land undir fótum og þak yfir höfuðið til frambúðar.
„Þetta er áningarstaður, þig langar ekkert að fara strax héðan,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Ég sé fyrir mér að fólk sé umvafið myndlistinni, fari í göngutúr í náttúrunni hér í kring og komi svo á trúnó yfir kaffibolla og njóti samveru.“ Þegar Hillbilly kom í heimsókn var Höfuðstöðin enn í vinnslu en þó margt komið upp og litadýrðin yfirgnæfandi og umlykjandi, á góðan og djúpnærandi hátt. Hillbilly gekk í gegnum 360° margskynjunar listaverkið Chromo Sapiens, sem er eins og að baða taugarnar …
Athugasemdir