Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Helgi Seljan hefur störf á Stundinni

Rann­sókn­ar­frétta­mað­ur­inn Helgi Selj­an, sem er marg­verð­laun­að­ur fyr­ir störf sín, með­al ann­ars að um­fjöll­un um Sam­herja­mál­ið, Pana­maskjöl­in og að­gerða­leysi eft­ir­lits­stofn­ana, geng­ur til liðs við Stund­ina.

Helgi Seljan hefur störf á Stundinni
Helgi Seljan Eftir 16 ára starf hjá RÚV er Helgi Seljan genginn til liðs við Stundina sem rannsóknarritstjóri. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fréttamaðurinn og rannsóknarblaðamaðurinn Helgi Seljan hefur gengið til liðs við Stundina. 

Helgi hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín hérlendis og erlendis, meðal annars þrenn blaðamannaverðlaun Íslands og 9 tilnefningar til sömu verðlauna. Helgi hefur oftast allra, eða fjórum sinnum, verið valinn sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaunahátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.

Feril sinn í fjölmiðlum hóf Helgi á héraðsfréttablaðinu Austurglugganum árið 2002 en fór þaðan á DV, Talstöðina og svo fréttastofu Stöðvar 2, áður en hann gekk til liðs við Kastljós RÚV árið 2006, þar sem hann starfaði allt þar til fréttaskýringaþátturinn Kveikur varð til árið 2017. 

Verðlaunaður rannsóknarfréttamaður

Helgi hefur tekið þátt í og leitt rannsóknir og umfjallanir um nokkur af stærstu fréttamálum síðustu ára, meðal annarra um Panamaskjölin og Samherjaskjölin í samvinnu við Stundina. 

Helgi hefur meðal annars hlotið verðlaun fyrir umfjöllun sína um Samherjaskjölin, samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar, áratugalanga brotasögu kynferðisbrotamanns og þöggun trúfélaga og stofnana um þau. Svo og fyrir umfjöllun um bókhaldsbrellur og skattasniðgöngu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, lögbrot, aðgerðarleysi eftirlitsstofnana í sjávarútvegi, mannréttindabrot gegn geðsjúkum í íslenskum fangelsum, brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði og eins umfjöllun um ólöglega förgun tveggja fyrrum flaggskipa Eimskipa á Indlandi.

Ásamt því að starfa að áframhaldandi umfjöllunum í miðlum Stundarinnar mun Helgi gegna hlutverki rannsóknarritstjóra Stundarinnar. Það hlutverk hefur ekki verið til staðar fram að þessu, en þekkist á rannsóknarfréttamiðlum erlendis undir titlinum investigations editor. Hann hefur störf 15. febrúar næstkomandi.

Breytingar á ritstjórn

Samhliða breytingunum stígur Jón Trausti Reynisson úr stóli ritstjóra og verður eingöngu framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og blaðamaður á ritstjórn Stundarinnar. Frá stofnun Stundarinnar í janúar 2015 hafa ritstjórar verið tveir, en Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir verður framvegis ein aðalritstjóri.

Meðal annarra blaðamanna á Stundinni eru Aðalsteinn Kjartansson, Alma Mjöll Ólafsdóttir, Freyr Rögnvaldsson, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Margrét Marteinsdóttir. 

Valddreifing, sjálfbærni og rannsóknarblaðamennska

Útgáfufélagið Stundin ehf. er í dreifðu eignarhaldi með ákvæðum um valddreifingu hluthafa innbundna í samþykktum félagsins og ræður enginn einn eigandi yfir meira en 12% eignarhlut.

Markmið og hlutverk Stundarinnar er að vera öruggur og áreiðanlegur vettvangur fyrir gagnrýna og óháða rannsóknarblaðamennsku á Íslandi. Um 85% af rekstrartekjum Stundarinnar koma beint frá almenningi í gegnum áskriftir eða styrki lesenda og hefur Stundin í heild haldist í sjálfbærum rekstri frá og með árinu 2016. Fjárhagslegt sjálfstæði miðilsins er á endanum metið sem forsenda fyrir sjálfstæði ritstjórnar, á tímum þar sem íslenskir fréttamiðlar eru almennt reknir í miklu og stöðugu tapi með framlögum frá fjársterkum aðilum.

Stundin birtir umfjallanir óháð formi. Hún kemur út í prentaðri útgáfu á landsvísu sem dreift er til áskrifenda og fæst í lausasölu í flestum matvöruverslunum. Allt efni Stundarinnar er birt á vefnum Stundin.is og er hluti þess opinn fyrir öllum, en að fullu opið fyrir áskrifendum. 

Panta má áskrift að Stundinni hér.

Fyrirvari um hagsmuni: Í fréttinni fjallar Stundin um málefni sem varða fjölmiðilinn sjálfan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (34)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Didda Antons skrifaði
    Flott að fá hann
    0
  • Oktavia Guðmundsdóttir skrifaði
    Gerir gott blað ennþá betra að fá Helga til starfa.
    0
  • Hrafnhildur Kjartans skrifaði
    Ég gerðist áskrifandi þegar Helgi flutti sig yfir. Gott mál.
    0
  • JG
    Jónína Guðmundsdóttir skrifaði
    Gott mál
    0
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Sem lesandi Stundarinnar óska ég Helga Seljan alls góðs hjá Stundinni og um leið óska ég Stundinni til hamingju með að fá til liðs við sig jafn frábæran blaðamann og Helgi er. Öll þjóðin þarf nú að sameinast í að binda enda á Belarus-væðingu Íslands. Samherji og ýmsir aðrir eru farnir að hegða sér eins og Lukasenko með því að reyna að bæla niður kritískar raddir í samfélaginu.
    Nú verða allir að standa upp og segja stopp! Áróðursherferðir á hendur blaðamanna sem gera skyldur sínar verða ekki liðnar.
    0
  • Magnus Helgi Hjalmarsson skrifaði
    Glæsilegt hjá Helga Seljan.
    0
  • Jóhanna Halldóra Steindórsdóttir skrifaði
    Fint
    0
  • Þórður Sigurjónsson skrifaði
    Glæsilegt :)
    0
  • KB
    Kristinn Brynjólfsson skrifaði
    Ok
    0
  • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
    Til hamingju með að fá besta blaðamann landsins til starfa.
    0
  • AD
    Anna Droplaug skrifaði
    Óska Stundinni tiL hamingju með HELGA.
    0
  • BB
    Baldvin Baldvinsson skrifaði
    Ætla að óska fyrrum sveitunga mínum til hamingju með þetta skref í lífi sínu.
    0
  • SGS
    Sigursteinn Gunnar Sævarsson skrifaði
    Ég óska Helga til hamingju með vistaskiptin.
    Þeir verða vandfundnir jafn beittir fjölmiðlamenn eins og Mr.Seljan.
    0
  • FSK
    Fríða S. Kristinsdóttir skrifaði
    Glæsilegur liðsauki! 🌷
    Til hamingju Stundin, stund allra tíma.
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Sakna Helga af RÚV, en býð hann samt velkominn í Stundina!
    0
  • Sveinn Hansson skrifaði
    Samherjaglæpamanninum tókst að rústa teymi rannsóknarblaðamanna hjá RÚV.
    En haldi hann að hann muni sleppa við frekari umfjöllun um glæpi sína, þá skjátlast honum hrapalega.
    Pólitísk eign samherja í sjálfstæðisflokknum hefur ENGIN áhrif innan Stundarinnar og því mun umfjöllunin ekki verða ritskoðuð af FL-okksmönnum.

    Samherji hefur nú þegar komið fyrir tveimur gömlum körlum inn í dómsmálaráðuneytið til að s´opa glæpunum undir teppið, ( ekki var hægt að fórna ungstirninu í það skítverk) en þessum mótleik hafa þeir ekki átt von á.
    Glæpalýðurinn verður látinn svara til saka.
    0
  • Valgerdur Jonsdottir skrifaði



    Gangi þér sem allra best Helgi hlakka til að lesa allt sem þú hefur að segja
    0
  • BJ
    Bjarni Jónsson skrifaði
    Frábært! Til hamingju Stundin, Helgi og við hin! Gangi ykkur vel!
    0
  • Páll Guðfinur Gústafsson skrifaði
    Frábærar fréttir! Til hamingju Stundin með fá besta fréttamann allra tíma!
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Gott mál . Til hamingju Stundin með góðan starfsktaft.
    0
  • TH
    Trausti Hafsteinsson skrifaði
    Frábærar fréttir! Alvöru, heiðarleg rannsóknarblaðamennska hefur aldrei verið nauðsynlegri en nú í þessu litla, spillta þjóðfélagi þar sem flestir miðlar þjóna sérhagsmunum eigenda á kostnað almennings. Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef stutt Stundina síðustu árin og mun gera áfram.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Sérlega ánæjulegt að blað með metnað og sanleikan að leiðarljósi skuli geta dafnað og þrifist hvað ætu þá ríkisstirtu bitlinga þegarnir að geta gert?
    0
  • Þorvaldur Gylfason skrifaði
    Glæsilegt.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Frabært!
    0
  • Ásthildur Kjartansdóttir skrifaði
    Frábært.
    0
  • ÁH
    Ásdís Haraldsdóttir skrifaði
    Til hamingju með Helga. Ég gerðist áskrifandi aftur í tilefni dagsins.
    0
  • Björn Þorsteinsson skrifaði
    Saknað af RUV, en gott mál,frábært.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Og enn stækar Stundin,nú mega sko Fávitarnir fara að vara sig,en auðvaldið gleðst ekki og grípur sjálsagt til enn harðari varna.Til hamingju.
    0
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Stundin styrkist við þetta. Nóg um það. Kv
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Gott mál enda eru stundin og kjarninn að verða einu fjölmiðlarnir sem maður lítur á sem alvöru.
    0
  • Inga Jona Traustadottir skrifaði
    Segi bara æðislegt 👏 réttur maður á hárréttum stað ... Takk snillingur fyrir að ganga til liðs við Stundina 😃
    0
  • SM
    Sigurður Magnússon skrifaði
    Frábært. Til hamingju!
    0
  • Siggi Rey skrifaði
    Flottur maður á frábærum stað. Til Hamingju Helgi.
    0
  • Kjartan Elísabet skrifaði
    Til hamingju STUNDIN. Góður liðsauki
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
10
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu