Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þau stýra Íslandi

Ný rík­is­stjórn Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, und­ir for­ystu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, tók við völd­um 28. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Litl­ar breyt­ing­ar urðu á manna­skip­an en tölu­verð­ar á sæta­skip­an. Hér er fólk­ið sem stýr­ir nú land­inu, bak­grunn­ur þess og um­deild mál þeim tengd.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Utanríkisráðherra  /  34 ára

  • Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi.
  • Kjörin á Alþingi árið 2016. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2017–2021. Aðstoðarmaður innanríkisráðherra á árunum 2014–2016 og framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2013–2014.
  • Lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.

Þórdís Kolbrún sætti töluverðri gagnrýni í ágúst á síðasta ári þegar hún varði degi með hópi vinkvenna sinna og fór út á lífið um kvöldið. Á sama tíma giltu sóttvarnareglur sem gerðu ráð fyrir að fólk héldi tveggja metra fjarlægð en af myndum sem birtar voru á Instagram af þeim vinkonunum var ljóst að sú regla var þverbrotin.


Guðlaugur Þór Þórðarson

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra  /  54 ára

  • Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
  • Kjörinn á Alþingi árið 2003. Sat sem heilbrigðisráðherra á árunum 2007–2009. Var utanríkis- og þróunarsamvinnuráherra í síðustu ríkisstjórn, 2017–2021.
  • Stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands.

Árið 2009 vakti það hneykslan þegar í ljós …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ívar Larsen skrifaði
    Kemur svo grein um fólkið sem "á" og stýrir þessu fólki?
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Þau stíra Íslandi í boði Útgerðar og Auðvalds,og þiggja fyrir það góð laun frá okkur Alþíðu þessa lanss svo og óuppgefna sporslu frá fyrrnemdum.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Þau stíra Íslandi í boði Útgerðar og Auðvalds,og þiggja fyrir það góð laun frá okkur Alþíðu þessa lanss svo og óuppgefna sporslu frá fyrrnemdum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár