Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, tók við völdum 28. nóvember síðastliðinn. Litlar breytingar urðu á mannaskipan en töluverðar á sætaskipan. Hér er fólkið sem stýrir nú landinu, bakgrunnur þess og umdeild mál þeim tengd.
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Kjörin á Alþingi árið 2016. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2017–2021. Aðstoðarmaður innanríkisráðherra á árunum 2014–2016 og framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2013–2014.
Lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.
Þórdís Kolbrún sætti töluverðri gagnrýni í ágúst á síðasta ári þegar hún varði degi með hópi vinkvenna sinna og fór út á lífið um kvöldið. Á sama tíma giltu sóttvarnareglur sem gerðu ráð fyrir að fólk héldi tveggja metra fjarlægð en af myndum sem birtar voru á Instagram af þeim vinkonunum var ljóst að sú regla var þverbrotin.
Guðlaugur Þór Þórðarson
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra / 54 ára
Mynd: Heiða Helgadóttir
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Kjörinn á Alþingi árið 2003. Sat sem heilbrigðisráðherra á árunum 2007–2009. Var utanríkis- og þróunarsamvinnuráherra í síðustu ríkisstjórn, 2017–2021.
Þau stíra Íslandi í boði Útgerðar og Auðvalds,og þiggja fyrir það góð laun frá okkur Alþíðu þessa lanss svo og óuppgefna sporslu frá fyrrnemdum.
0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Athugasemdir (3)