Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Geðhjálp segir fjármuni í geðheilbrigðismál aðeins dropa í hafið

Lands­sam­tök­in Geð­hjálp segja í um­sögn að fjár­laga­frum­varp næsta árs telj­ist von­brigði. Þeir fjár­mun­ir sem ætl­að­ir séu mála­flokkn­um séu langt því frá full­nægj­andi.

Geðhjálp segir fjármuni í geðheilbrigðismál aðeins dropa í hafið
Frumvarpið vonbrigði Geðhjálp segir undirfjármögnun geðheilbrigðismála árum og áratugum saman valda því að eitthvað láti undan. Héðinn Unnsteinsson er formaður Geðhjálpar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Landssamtökin Geðhjálp telja að framlög til geðheilbrigðismála, sem lögð eru til í frumvarpi til fjárlaga næsta árs, hvergi nærri duga til svo hægt sé að takast á við málaflokkinn. Þannig hafi samtökin ítrekað bent á að til margra ára geðheilbrigðismál verið undirfjármögnuð hér á landi. Hlutfall fjármagns til geðheilbrigðismála hafi verið um tólf prósent af heildarfjármagni til heilbrigðismála, en umfang málaflokksins sé um 30 prósent. „Þegar búið er við slíka undirfjármögnun í ár og jafnvel áratugi er ljóst að eitthvað lætur undan.“

Geðhjálp óskar í umsögn um fjárlagafrumvarpið eftir því að samtökin verði sett á fjárlög eða að samningur verði gerður við þau til lengri tíma. Stærstur hluti rekrarfjár samtakanna er sjálfsaflaféa en á bilinu 20 til 30 prósent eru opinberir styrkir. Þeir styrkir hafa komið í  gegnum styrkjakerfi heilbrigðisráðuneytis og félagsmálaráðuneytis en eru alla jafna ekki ákveðnir fyrr en í febrúar ár hvert. Það skapar mikið óhagræði fyrir samtökin að vita ekki hver opinber framlög verða fyrr en almanaksárið er hafið, segir í umsögninni.

Geðhjálp segir að fjárlagafrumvarp fyrir árið 2022 verði að teljast nokkur vonbrigði, ekki síst í ljósi stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Í honum segir: „Við ætlum að efla geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla hópa samfélagsins, ekki síst börn og  ungmenni. Geðheilsuteymi verða efld um land allt, áhrif notenda á þjónustuna aukin, forvarnir bættar og áhersla lögð á að veita fjölbreytta þjónustu sem er miðuð að ólíkum þörfum.“

Ekki hægt að sjá aukningu fjármuna í málaflokkinn

Í fjárlagafrumvarpinu, segir í umsögn Geðhjálpar, skorti sýn til bæði skemmri og lengri tíma í málaflokknum. Margar spurningar vakni við lestur frumvarpsins. Þar á meðal nefna samtökin tímabundna hækkun framlaga til geðheilbrigðisþjónustu, í eitt ár, um 400 milljónir króna. Geðhjálp veltir því fyrir sér í umsögninni hvert það fjármagn eigi að fara. „Í ljósi þess verkefnis og vanda sem landssamtökin Geðhjálp hafa ítrekað bent á sl. misseri og ár er þetta út frá fjárþörf í raun aðeins dropi í hafið.“

„Að setja 100 m.kr. í það verkefni verður að teljast veruleg vonbrigði“
Úr umsögn Geðhjálpar um fjárlagafrumvarpið þar sem fjallað er um niðurgreiðslu sálfræðikostnaðar

Þá er bent á það í umsögn Geðhjálpar að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir að settar verði 100 milljónir króna í niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Frumvarp um þá niðurgreiðslu var samþykkt á Alþingi vorið 2020 en hefur verið ófjármagnað síðan. „Að setja 100 m.kr. í það verkefni verður að teljast veruleg vonbrigði. Þess ber að geta að landssamtökin Geðhjálp settu árið 2021 rétt um 28 m.kr. í ráðgjöf og sálfræðiþjónustu sem var opin öllum að kostnaðarlausu. Þetta er meira en fjórðungur þeirrar upphæðar sem hér er lagt er til að verði sett árlega í niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu.“

Í fjárlagafrumvarpinu segir einnig að lögð hafi verið áhersla á stóraukna geðheilbrigðisþjónustu. „Landssamtökin Geðhjálp sá ekki þessa stórauknu áherslu á geðheilbrigðisþjónustu. Vissulega hefur verið viðleitni til að gera betur í málaflokknum en miðað við það takmarkaða fjármagn sem sett er í málaflokkinn og það sem kemur fram í þessu fjárlagafrumvarpi og fjármálaátætlun ríkisstjórnarinnar 2022 til 2026 er ekki hægt að tala um aukningu í málaflokkinn,“ segir í umsögninni.

Geðhjálp gerir þá athugasemdir við að einungis sé getin viku frestur til að bera fram athugasemdir við fjárlagafrumvarps næsta árs. Það sé ekki nægilegur tími til að fara ítarlega yfir viðamikið frumvarp, sem feli ekki einungis í sér fjárveitingar heldur einnig stefnuþætti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Illugi Jökulsson
5
Pistill

Illugi Jökulsson

Sagði Kissin­ger að ban­vænt væri að vera vin­ur Banda­ríkj­anna?

Gam­all prest­ur (sem kall­ar sig reynd­ar „pastor emer­it­us“) skrif­ar grein í Morg­un­blað­ið til stuðn­ings stríði Pút­ins Rúss­lands­for­seta í Úkraínu. Hann kenn­ir Banda­ríkja­mönnum­um um það stríð eins og fleira í heimi hér; þeir hafi att Úkraínu­mönn­um út í stríð­ið og vitn­ar í því sam­bandi við orða Henry Kissin­gers:„Það má vera hættu­legt að eiga Banda­rík­in að óvini en að eiga þau að...
„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
8
Fréttir

„Áhyggju­efni hvað lang­tíma­veik­indi inn­an blaða­manna­stétt­ar­inn­ar hafa auk­ist mik­ið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
3
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
4
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
7
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
10
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu