Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram í Glasgow dagana 31. október til 12. nóvember. Miklar vonir hafa verið bundnar við ráðstefnuna en þó eru margir efins um að ráðstefnan muni skila árangri þar sem bæði Kína og Rússland hafa gefið út að þau ætli ekki að taka þátt. Kolefnisfótspor Kína er það mesta í heiminum, en Kína ber ábyrgð á um 30% kolefnismengun heimsins. Bandaríkin bera ábyrgð á um 14%, Indland á um 7% og Rússland á um 5%.
Helstu markmið þessarar ráðstefnu eru kolefnisjöfnun, náttúruvernd, að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 °C, að leggja lokahönd á Parísarmarkmiðin og þá einna helst 6. grein samningsins og að setja meira fjármagn í umhverfisaðgerðir. Þrátt fyrir að þjóðarleiðtogar hinna ýmsu landa hafi lýst yfir bjartsýni, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, þá eru ekki allir jafn vongóðir um að nægum árangri verði náð. Ástæða fyrir svartsýni almennings og hinna ýmissa umhverfishópa er …
Athugasemdir