Undirbúningur fyrir loftslagsráðstefnuna í Glasgow stendur nú sem hæst en hún verður haldin dagana 31. október til 12. nóvember næstkomandi. Eins og aðrar loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna ber þessi heitið COP sem stendur fyrir Conference of the Parties, það er að segja ráðstefna aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Glasgow-ráðstefnan er í daglegu tali kölluð COP26 því hún er sú tuttugasta og sjötta í röð ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Á ráðstefnunni í París árið 2015, eða COP21, komust þjóðir heims að samkomulagi um loftslagsmál. Parísarsáttmálinn svokallaði markaði því tímamót í alþjóðasamstarfi í loftslagsmálum. Nú tæpum sex árum eftir Parísarfundinn er ljóst að enn eiga þjóðir heims langt í land með að ná þeim yfirlýstu markmiðum sínum að halda hlýnun jarðar vel undir tveimur gráðum á Celsíus.
Eins og á fyrri loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna eru miklar væntingar gerðar til þeirrar sem hefst innan fárra daga í Glasgow. Alok Sharma, forseti …
Athugasemdir (2)