Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Loforð jakkafataklæddra manna

Arctic Circle-ráð­stefn­an var ný­ver­ið hald­in í Reykja­vík. Mættu þar þjóð­ar­leið­tog­ar og lof­uðu fögr­um fram­tíðar­plön­um vegna lofts­lags­breyt­inga.

Loforð jakkafataklæddra manna

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, bauð yfir 1.500 manns í Hörpuna síðustu helgi, en þá var haldin Arctic Circle ráðstefnan í Hörpunni um framtíð Norðurskautsins. Þar voru mættir ráðherrar, stjórnmálamenn, sendiherrar, fólk úr háskólasamfélaginu, lobbíistar og að sjálfsögðu nóg af jakkafataklæddum kaupsýslumönnum frá öllum heimshornum. Fyrir utan Hörpuna sáust raðir af dýrum svörtum þýskum glæsikerrum til að flytja allt þetta mikilvæga fólk. Ráðstefnan stóð yfir í þrjá daga og voru tugir fyrirlestra og kynninga í skreyttum sölum Hörpu. Upp á svið mætti þetta mikilvæga fólk og lofaði öllu fögru þegar kemur að loftslagsbreytingum, loforðin á hins vegar ekki að setja í framkvæmd strax, meira eftir svona um 15 til 20 ár. Markmið og áætlanir voru kynntar ásamt því að tala um hvað sé verið að gera frábæra hluti á næstu áratugum með fjárfestingu í tækni sem hefur ekki enn sannað sig að virki sem alvöru vopn gegn loftslagsbreytingum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Mummi Týr skrifaði
    Farið svo inn á heimasíðuna hjá þessu fyrirbrigði og sjáið hverjir sponsa þessa eyðum jörðinni vitleysu með ÓRG í stafninum.....
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Arctic Circle-ráðstefnan

Ýtt undir offramleiðslu á alþjóðlegum ráðstefnum um hlýnun jarðar
ÚttektArctic Circle-ráðstefnan

Ýtt und­ir of­fram­leiðslu á al­þjóð­leg­um ráð­stefn­um um hlýn­un jarð­ar

Ráð­stefn­ur þar sem fjall­að er um lofts­lags­mál sem þús­und­ir eða jafn­vel tug­þús­und­ir sækja losa mik­ið magn loft­teg­unda sem valda hlýn­un jarð­ar. Flug­ið er stór þátt­ur en líka mat­seð­ill­inn og ým­is varn­ing­ur. Um 1.500 gest­ir á ráð­stefn­unni Hring­borð Norð­ur­slóða, eða Arctic Circle, fengu gjaf­ir sem fram­leidd­ar voru í Kína og Taív­an. Um­hverf­is­stjórn­un­ar­fræð­ing­ur seg­ir að gagn­semi ráð­stefna þar sem fjall­að er um þá vá sem mann­kyn­ið stend­ur frammi fyr­ir þurfi að vera meiri en skað­sem­in.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár