Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Íslenskar blaðaútgáfur í uppnámi vegna pappírsskorts og verðhækkana

Minnst 40% verð­hækk­an­ir boð­að­ar á dag­blaðapapp­ír á næstu mán­uð­um og mun leggj­ast of­an á veru­leg­an ta­prekst­ur dag­blaða­út­gáfu. „Mjög erf­ið staða,“ seg­ir prent­smiðju­stjóri.

Íslenskar blaðaútgáfur í uppnámi vegna pappírsskorts og verðhækkana
Landsprent Prentsmiðjan Landsprent er staðsett í Hádegismóum, eins og Morgunblaðið, sem blaðið og prentsmiðjan eru í sömu eigu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Allt að 40% verðhækkun á dagblaðapappír er yfirvofandi, samkvæmt tilkynningu prentsmiðjunnar Landsprents til viðskiptavina sinna. Jafnframt verður prentun skömmtuð vegna pappírsskorts.

Þetta þýðir að stórar dagblaðaútgáfur, eins og Árvakur sem gefur út Morgunblaðið, og Torg, sem gefur út Fréttablaðið, taka á sig verulega kostnaðaraukningu og skammtanir á prentútgáfu á næstu mánuðum. Ástæðan er kórónaveirufaraldurinn og aðfangaskortur vegna hans.

Boða „verulega hækkun“

Guðbrandur Magnússon, framkvæmdastjóri Landsprents, segir stöðuna „mjög erfiða“ á pappírsmarkaði um allan heim. Í tilkynningu frá Landsprenti til viðskiptavina er boðuð hækkun á prentverðum.

„Mjög erfið staða er núna og framundan næsta ár á pappírsmarkaði um allan heim. Hörgull er á pappír og hefur okkur reynst erfitt að fá allan þann pappír sem við viljum kaupa. Pappírsframleiðendur hafa lokað mörgum pappírsverksmiðjum eða breytt þeim þannig að þar er ekki lengur framleiddur blaðapappír. Á sama tíma er pappírsverð að hækka gríðarlega. Fyrirsjáanleg a.m.k. 40% verðhækkun á pappír, jafnvel meiri ef þróunin heldur svona áfram. Það þýðir auðvitað verulega hækkun á prentverðum. Ég upplýsi ykkur hér með um þetta svo þið getið búið ykkur undir það sem framundan er. Næstu vikur og mánuði verður jafnframt ekki hægt að verða við öllum óskum um aukaprentanir eða blaðstærðir.“

Landsprent er að fullu í eigu Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, en prentar flest önnur blöð en Fréttablaðið, sem rekur eigin prentsmiðju. Þar á meðal eru Stundin, Viðskiptablaðið og fjöldi hérðasfréttablaða. Landsprent hagnaðist um 144 milljónir króna í fyrra og 161 milljón árið 2019.

Á sama tíma og boðaðar eru verulegar hækkanir á prentkostnaði dagblaðaútgáfu hefur verulegt tap orðið á starfsemi þeirra.

Bætist við risavaxið tap dagblaðaútgáfu

Torg, sem gefur út Fréttablaðið, hefur ekki skilað inn ársreikningi til ársreikningaskrár Skattsins þótt ársreikningalög kveði á um að það sé gert fyrir 1. september ár hvert. Árið 2019 tapaði félagið 212 milljónum króna.

Árvakur tapaði 75 milljónum króna í fyrra, en hefði tapað 210 milljónum ef ekki væri tekið tillit til hagnaðar Landsprents og fleiri liða sem tengjast ekki rekstri. Árið áður var rekstrartapið 245 milljónir króna og þar áður nam tapið 516 milljónum króna. Samtals hefur Árvakur tapað 2,4 milljörðum króna frá árinu 2010 til og með 2020.

Tapið af útgáfu Morgunblaðsins hefur fyrst og fremst verið fjármagnað með hlutafjáraukningu frá útgerðum sem eiga félagið, meðal annars Ísfélaginu í Vestmannaeyjum og tengdum aðilum og Íslenskum sjávarafurðum, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga.

Ljóst er því að staðan á markaði með dagblaðapappír mun leggjast ofan á fyrirliggjandi taprekstur.

Fyrirvari um hagsmuni: Stundin er gefin út í prentútgáfu sem prentuð er í Landsprenti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
4
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.
Matvælaráðherra segir fiskeldi vera „varasama atvinnustarfsemi“
6
FréttirFiskeldi

Mat­væla­ráð­herra seg­ir fisk­eldi vera „vara­sama at­vinnu­starf­semi“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra sagði sjókvía­eldi vera „mjög vara­sama at­vinnu­starf­semi,“ sem þurfi að koma bönd­um á með lög­um. Óvissa rík­ir um sekt­ar­á­kvæði frum­varps­ins sem kveð­ur áum há­ar fjár­sekt­ir á fyr­ir­tæki sem ger­ist upp­vís um vinnu­brögð sem hafa í för með sér slæm­ar af­leið­ing­ar fyr­ir um­hverf­ið og líf­rík­ið hér á landi.
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir framsetningu matvælaráðherra óábyrga
7
Fréttir

Formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir fram­setn­ingu mat­væla­ráð­herra óá­byrga

Árni Finns­son, formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands, seg­ir fram­setn­ingu leyf­is­veit­ing­ar á hval­veið­um vera vill­andi. Ekki verði hægt að veiða 29 dýr á milli Ís­lands og Fær­eyja líkt og þar er gert ráð fyr­ir. Hann lýs­ir yf­ir von­brigð­um með ákvörð­un mat­væla­ráð­herra en seg­ir hana þó skref í rétta átt.
Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
8
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
3
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni
7
Fréttir

Spyr hvort fyr­ir­tæki og al­menn­ing­ur eigi að kaupa rán­dýra orku af stór­iðj­unni

For­stjóri stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Ís­lands gagn­rýn­ir harð­lega hug­mynd­ir um að leysa eigi skort á um­framorku til fiski­mjöls­verk­smiðja, með því að neyða fyr­ir­tæk­in og neyt­end­ur í við­skipti við stór­iðj­ur lands­ins, fyr­ir upp­sprengt verð. Til­laga um að stór­iðj­an fái að selja frá sér ónýtta orku, sem hún fær í gegn­um lang­tíma­samn­inga, ligg­ur nú fyr­ir Al­þingi.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
9
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár