Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Mogginn, Fréttablaðið og Sýn fá 62 prósent ríkisstyrksins

Þrjú út­gáfu­fé­lög fá há­marks­styrk frá rík­inu upp á 81 millj­ón hver. Sam­tals taka þrír stærstu fjöl­miðl­arn­ir til sín rúm­lega 62 pró­sent af rík­is­styrkj­um til einka­rek­inna fjöl­miðla.

Mogginn, Fréttablaðið og Sýn fá 62 prósent ríkisstyrksins
Mogginn Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og mbl.is, er eitt þriggja útgáfufélaga sem fær hámarksúthlutun frá ríkinu. Félagið hefur verið rekið með tapi undanfarin ár.

Árvakur, Sýn og Torg fá hámarksúthlutun samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndar mennta- og menningarmálaráðuneytisins um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Hver útgáfa fyrir sig fær rúma 81 milljón króna. Samtals fá þrír stærstu fjölmiðlarnir 244 milljónir króna, sem eru tæplega 63 prósent af þeim 392 milljónum sem úthlutað var í heildina.  

Meðal annarra útgáfufélaga og fjölmiðla sem fengu styrk voru Myllusetur, útgefandi Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, sem fékk 26 milljónir og Útgáfufélagið Stundin fær 25 milljónir. Aðrir miðar sem fá yfir 10 milljónir eru N4, sem fær 19 milljónir, Kjarninn, sem fær 14 milljónir og Bændasamtök Íslands, sem gefa út Bændablaðið, sem fá 12 milljónir.

Í tilkynningu frá Fjölmiðlanefnd segir að tveimur umsóknum hafi verið hafnað og að tveimur til viðbótar hafi verið vísað frá. Þeim umsóknum sem vísað var frá var skilað eftir að umsóknarfresturinn rann út.

Fær galinn stuðning

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, sem heldur úti Stöð 2, Vísi, Bylgjunni og nokkrum öðrum útvarpsstöðvum, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku að sér þætti galið að fyrirtæki á borð við Sýn og Árvakur, sem reki stóra fjölmiðla, njóti sérstaks ríkisstuðnings. Slíkur stuðningur ætti að vera bundinn við minni miðla, miðla á landsbyggðinni eða þá sem leggja stund á rannsóknarblaðamennsku eingöngu.

„Það er náttúrulega bara galið að við séum að þiggja peninga af ríkinu og séum styrkt af ríkinu. Við erum gríðarlega öflugur fjölmiðill, með fjölda áskrifenda. Við erum með ótal tækifæri,“ sagði hann fyrir fjórum dögum síðan. Sýn er sem fyrr segir að fá 81 milljón frá ríkinu nú. 

Undir þetta sjónarmið tók Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri og einn eigenda Kjarnans. „Bætum umhverfi allra fjölmiðla með margháttuðum aðgerðum sem gagnast stórum og smáum. Styrkir eru fyrir litla og vaxandi miðla. Þjóðin fær í staðinn öfluga og fjölbreytta fjölmiðlaflóru. Allir vinna,“ skrifaði hann um málið á Twitter.

Kjarninn miðlar fá 14 milljónir samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndarinnar. 

Árlegur taprekstur

Einkareknir fjölmiðlar fengu styrk í fyrsta sinn á síðasta ári, þá undir yfirskini að um væri að ræða aðgerð til að bregðast við tekjutapi sökum COVID-19 faraldursins.

Árvakur fékk þá 99,9 milljónir króna. Engu að síður tapaði miðillinn 75 milljónum króna. Útgáfufélagið hefur í raun tapað á hverju einasta ári frá því að útgáfan var keypt af nýjum eigendum eftir hrun, árið 2009. Tapið hefur samtals numið 2,5 milljörðum, samkvæmt greiningu Kjarnans.  '

Sýn hefur líka verið rekið með tapi. Samkvæmt upplýsingum um rekstur þess nam tapið á síðasta ári 405 milljónum króna og hefur fyrirtækið verið rekið með tapi það sem af er árinu í ár. 

Ekki liggja fyrir upplýsingar um rekstur Torgs, útgefanda Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, á síðasta ári þar sem félagið hefur ekki skilað ársreikningi, samkvæmt upplýsingum á vef Skattsins. Árið 2019 skilaði útgáfufélagið aftur á móti tapi upp á 212 milljónir króna. 

Kakan alltaf jafn stór en sneiðarnar ekki

Reglurnar gera ráð fyrir að fjölmiðlar geti fengið allt að 25 prósent af rekstrarkostnaði endurgreiddann en styrkupphæðin ræðst þó af fjölda umsókna og umfang þeirra, enda er fyrirframákveðin upphæð til skiptanna. Með öðrum orðum lækkar styrkurinn sem hver og einn getur fengið eftir því sem fleiri sækja um. 

Að þessu sinni voru það Árni Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður, Stefán Svavarsson endurskoðandi og Valgerður Anna Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, sem skipuðu úthlutunarnefndina. 

Útgáfufélag Styrkur
Árvakur hf. (Morgunblaðið, mbl.is og K100) 81.450.544
Sýn hf. (Stöð 2, Bylgjan, Vísir og fleiri miðlar) 81.450.544
Torg ehf. (Fréttablaðið, DV og Hringbraut) 81.450.544
Myllusetur ehf. (Viðskiptablaðið, Frjáls verslun og fleiri miðlar) 26.834.860
Útgáfufélagið Stundin ehf. 25.303.378
N4 ehf. 19.401.735
Kjarninn miðlar ehf. 14.405.244
Bændasamtök Íslands (Bændablaðið) 12.417.595
Skessuhorn ehf. 9.311.410
Víkurfréttir ehf. 6.681.581
MD Reykjavík ehf. (Iceland Review) 5.756.188
Fröken ehf. (Reykjavík Grapevine) 5.188.036
Fótbolti ehf. (Fótbolti.net) 4.900.573
Útgáfufélag Austurlands ehf. (Austurfrétt) 3.369.770
Elísa Guðrún ehf. (Lifandi vísindi) 3.294.881
Útgáfufélagið ehf. (Vikublaðið) 2.456.080
Steinprent ehf. (Bæjarblaðið Jökull) 1.925.017
Tunnan prentþjónusta ehf. (DB blaðið og Hellan) 1.788.100
Leturstofan ehf. (Tígull) 1.461.257

Fyrirvari: Útgáfufélag Stundarinnar, sem gefur út Stundina.is, fær 25 milljónir króna samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Kristján Þór starfandi stjórnarformaður styrktarfélags Samherjafrænda
5
Fréttir

Kristján Þór starf­andi stjórn­ar­formað­ur styrkt­ar­fé­lags Sam­herja­f­rænda

Kristján Þór Júlí­us­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur og ráð­herra, er stjórn­ar­formað­ur ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðl­a­fé­lags sem stofn­end­ur Sam­herja, Þor­steinn Már Bald­vins­son og Kristján Vil­helms­son, hafa sett á lagg­irn­ar. Um er að ræða enn eitt dæm­ið um starf­ið sem Kristján Þór tek­ur að sér fyr­ir stofn­end­ur Sam­herja í gegn­um ár­in.
Slökkviliðið kærir forstöðumann Betra lífs til lögreglu
6
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Slökkvi­lið­ið kær­ir for­stöðu­mann Betra lífs til lög­reglu

Slökkvi­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur kært Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, for­stöðu­mann áfanga­heim­il­is­ins Betra líf til lög­reglu fyr­ir að stofna lífi og heilsu fólks í hættu í gróða­skyni eft­ir brun­ann í Vatna­görð­um 18 í fe­brú­ar 2023. Slökkvi­lið­ið hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að loka hús­næð­um Betra lífs án ár­ang­urs. Slökkvi­lið­ið vildi skoða Betra líf á Kópa­vogs­braut 69 en þar sem um íbúð­ar­hús­næði var að ræða þurfti leyfi eig­anda eða for­ráða­manns, sem fékkst ekki.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
3
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
4
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
6
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
8
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Auður Jónsdóttir
3
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár