Valdataka talibana í Afganistan vekur óhug um víða veröld. Konur faldar á bak við bláar búrkur koma upp í hugann sem táknmynd ótta- og ógnarstjórnar þeirra. Almenningur í landinu óttast að sagan muni endurtaki sig. Óttinn birtist í örvæntingarfullum tilraunum til að leggja á flótta landleiðina eða með flugi. Allt er lagt í sölurnar. Það á ekki síst við um konur sem tilheyra ákveðnum hópum og þá sem hafa starfað hjá alþjóðastofnunum síðastliðin 20 ár og þannig verið „boðberar vestrænna gilda“, sem eru svik við trúna og jafnvel réttlætir dauðarefsingu að mati talibana.
Það er ekki mögulegt að tala um stöðu kvenna í Afganistan án þess að fjalla fyrst um átök innan landsins. Barátta og valdataka talibana á sér langa forsögu. Þeir eru hluti af netverki íslamista um allan heim. Við verðum einnig að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir. Það er vissulega mark um kaldhæðni örlaganna hversu mikinn þátt …
Athugasemdir