Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Myrk harmsaga: Staða kvenna í Afganistan

Stríð­ið gegn komm­ún­isma, hryðju­verk­um og kon­um í Af­gan­ist­an er myrk saga. Al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur og sér­fræð­ing­ur í jafn­rétt­is­mál­um sem starf­aði þar í landi ár­ið 2006 til 2007 grein­ir stöðu kvenna nú þeg­ar taliban­ar hafa yf­ir­ráð­in. Kon­ur sem hafa starf­að hjá al­þjóða­stofn­un­um eru í sér­stakri hættu en þeim hef­ur jafn­vel ver­ið refs­að með lífi sínu.

Myrk harmsaga: Staða kvenna í Afganistan

Valdataka talibana í Afganistan vekur óhug um víða veröld. Konur faldar á bak við bláar búrkur koma upp í hugann sem táknmynd ótta- og ógnarstjórnar þeirra. Almenningur í landinu óttast að sagan muni endurtaki sig. Óttinn birtist í örvæntingarfullum tilraunum til að leggja á flótta landleiðina eða með flugi. Allt er lagt í sölurnar. Það á ekki síst við um konur sem tilheyra ákveðnum hópum og þá sem hafa starfað hjá alþjóðastofnunum síðastliðin 20 ár og þannig verið „boðberar vestrænna gilda“, sem eru svik við trúna og jafnvel réttlætir dauðarefsingu að mati talibana.  

Það er ekki mögulegt að tala um stöðu kvenna í Afganistan án þess að fjalla fyrst um átök innan landsins. Barátta og valdataka talibana á sér langa forsögu. Þeir eru hluti af netverki íslamista um allan heim. Við verðum einnig að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir. Það er vissulega mark um kaldhæðni örlaganna hversu mikinn þátt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár