Í Ramskram gallerí á Njálsgötu 49 stendur nú yfir ljósmyndasýning. Það er svo sem ekki í frásögur færandi að það sé ljósmyndasýning í Ramskram, en þar eru aðeins settar upp samtímaljósmyndasýningar, og það eina þess tegundar í borginni. Galleríið er lítið en bjart á öllum réttu stöðunum, sjálfstætt starfandi sýningarými rekið af Báru Kristinsdóttur sem hefur gert það með glæsibrag síðan 2017. Hillbilly fjallar ef til vill frekar um galleríið síðar á hnausþykkum síðum Stundarinnar. En í þetta sinn beinir hún augum sínum að Evu Schram, þeirrar sem myndir prýða umrædda veggi þessa dagana. Eva er bæði skáld og myndlistarmaður (og að mati Hillbillyar einn glæsilegasti kvenkostur landsins). Að ganga inní Ramskram í dag, inná sýninguna Orta III, er svolítið eins og að ganga inní ljóð. Ljósmyndirnar níu svífa á veggjunum. Verkið er látlaust en krefst tíma og skynjunar, líkt og ljóðið sem fylgir sýningunni. „Verkið mitt Orta var getið …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.
Aumingja litla ljóðið
Eva Schram sýnir í Ramskram.
Athugasemdir