Á bráðamóttöku Landspítalans leita þeir sem þurfa á bráðri læknisþjónustu að halda. Þeir sem hafa slasast eða veikst og þurfa aðstoð án tafar. Flest höfum við leitað þangað, annaðhvort því við höfum sjálf slasast eða veikst eða fylgt okkar nánustu þangað. Við leitum þangað á okkar verstu stundum, þegar við erum hrædd og þegar eitthvað mikið amar að. Þeir sem taka á móti okkur eru bráðalæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn deildarinnar sem reyna hvað þeir geta að koma okkur til hjálpar á þessum verstu stundum.
Vinnur á hamfarasvæði
Einn þeirra sem tekur á móti okkur er Hjalti Már Björnsson bráðalæknir. Hann er viðkunnanlegur að sjá og það er ekki að sjá á honum að hann sé við það að örmagnast þótt hann vinni í aðstæðum sem hann lýsir sjálfur að líkist stríðs- og hörmungarsvæðum.
Athugasemdir