Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lögmaður Sölva biðst „einlæglega“ afsökunar á viðtali og segir sig frá vörn

Saga Ýrr Jóns­dótt­ir lög­mað­ur hef­ur sagt sig frá málsvörn Sölva Tryggva­son­ar. „Orð mín hafa sært ein­stak­linga,“ seg­ir hún.

Lögmaður Sölva biðst „einlæglega“ afsökunar á viðtali og segir sig frá vörn

Lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem tók við hann viðtal í hans eigin Podcast-þætti um það sem Sölvi fullyrti að væri rógsherferð gegn honum, hefur sagt sig frá málsvörn hans og biðst „einlæglega afsökunar“. Í ljós hefur komið að ein þeirra tveggja sem hefur kært Sölva er umbjóðandi hennar í öðru máli. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaðurinn, Saga Ýrr Jónsdóttir, sendi frá sér á fjölmiðla. 

„Á sunnudaginn fyrir viku síðan leitaði Sölvi Tryggvason til mín og ég tók að mér afmarkað mál fyrir hans hönd sem lögmaður. Á fimmtudag fékk ég svo símtal þar sem mér var tilkynnt að önnur kvennanna sem kærði Sölva á miðvikudagskvöld er einn umbjóðenda minna í hópmálsókn sem hefur verið í gangi í nokkur ár og er enn í rekstri fyrir dómstólum. Ég viðurkenni fúslega að mér varð brugðið við þessar upplýsingar en við þá konu hef ég átt í góðum og miklum samskiptum sem lögmaður undir rekstri hópmálsóknarinnar. Vegna þessa augljósa hagsmunaáreksturs er mér ekki annað fært en að segja mig frá máli Sölva og held því áfram að vinna að hagsmunum umræddrar konu í hópmálsókninni í góðu samráði við hana.“

Saga Ýrr biðst afsökunar á framgöngu sinni í viðtalinu við Sölva, sem hann sagði hafa komið til út af sögunum sem hann hefði „lent í“.

„Svo lengi lærir sem lifir og hefur undanfarin vika verið mér mjög lærdómsrík. Ég hef áttað mig á að ég fór út fyrir verksvið mitt sem lögmaður, lét tilleiðast og kom mér í aðstæður sem ég geri mér núna grein fyrir að ég hefði aldrei átt að vera í. Eftir að hafa horft á tíðrætt podcast sem fór í loftið í síðustu viku er fátt annað í brjósti mér en að ég átta mig á að orð mín þar hafa sært einstaklinga og á því langar mig að biðja einlæglega afsökunar. Með því er ég alls ekki að taka afstöðu til sakleysis eða sektar Sölva heldur einungis að taka ábyrgð á minni framgöngu.“

Fór í viðtal hjá lögmanni sínum„Ég hef setið undir látlausum gróusögum. Og nú er svo komið að ég sit á þeim stað og hef tekið viðtöl við á annað hundrað manns um þeirra viðkvæmustu mál,“ sagði Sölvi.

Sögusögnin sem Sölvi sagðist hafa verið að svara fyrir sneri að því að hann hefði verið handtekinn af lögreglu fyrir að beita vændiskonu ofbeldi. Hann sýndi síðar afrit af málaskrá lögreglu fyrir aprílmánuð. Í andsvari við frásögn Sölva kom fram frásögn konu sem lýsti því að hann hefði kallað til lögreglu í marsmánuði eftir að hann hefði neitað að yfirgefa heimili hennar og beitt hana ofbeldi. Málaskráin náði ekki svo langt, en Sölvi kvaðst hafa kallað til lögreglu til þess að tilkynna hana fyrir hótun um mannorðsmorð. Hann sagðist hafa fengið dræm viðbrögð lögreglu. Konan lagði hins vegar fram kæru á hendur honum vegna atviksins. Í yfirlýsingu frá lögmanni konunnar eftir birtingu á þætti Sölva er haft eftir konunni: „Ég vil taka fram að ég veit ekki hvaðan sú saga sem nú er í fjölmiðlum er tilkomin en hún kemur ekki frá mér. Ég er ekki vændiskona og atvikið sem um ræðir átti sér stað 14. mars síðastliðinn en ekki fyrir tveimur vikum. Hvort fleiri atvik hafi átt sér stað með öðrum konum er eitthvað sem Sölvi þarf að svara fyrir en ekki ég.“

Sölvi sakaði konuna í viðtalinu um að hóta því að rústa mannorði hans. „Fyrir sex eða sjö vikum síðan leitaði ég sjálfur til lögreglu af því að það var manneskja sem hótaði að rústa mannorði mínu. Það er það sem er skrýtnast af öllu fyrir mig að ég vil ekki einu sinni nota þetta til að svara fyrir mig, vegna þess að ég er hræddur um að þá komi sagan: „Já, Sölvi, lögreglan -já, hann hlýtur nú að vera sekur. Ég leitaði til lögreglu vegna þess að það er manneskja sem hótaði að rústa mannorði mínu. Og nú er það búið að gerast, eða það er að segja, tilraunin er búin að eiga sér stað.“

Saga Ýrr tók undir með Sölva að hann væri saklaus. „Það er búið að skvetta á þig skít. Það er erfitt að verða hvítþveginn aftur. Þú ert miðaldra, hvítur, karlmaður í forréttindastöðu. Þú liggur vel við höggi, það er bara þannig,“ sagði hún. „Af því að ég er karlmaður, eða eitthvað, þá líður mér eins og ég megi ekki segja frá því að ég leitaði til löreglunnar af því að mér var ógnað,“ sagði Sölvi. „Þetta er náttúrulega menning sem við verðum að breyta,“ svaraði Saga. 

„Ég leitaði til lögreglu vegna þess að það er manneskja sem hótaði að rústa mannorði mínu“
Sölvi Tryggvason

Í kjölfar þess að Sölvi nýtti vettvang sinn til að færa fram ásakanir á hendur konunni hafði önnur kona samband við lögmann og kærði hann vegna atviks í júní í fyrra.

Eftir að viðtalið var birt reis samúðarbylgja með Sölva. Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson birti myndband af sér grátandi að horfa á myndbandið við Sölva með textanum: „Hvað er að okkur?“ Eftir að kærurnar komu fram kvaðst hann ekki hafa verið að taka afstöðu. Þá hefur tónlistamaðurinn Jónas Sig beðist afsökunar á því að hafa tekið opinbera afstöðu með Sölva gegn konunni, án þess að hafa þekkt málsatvik.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ragnhildur Helgadóttir
3
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
Allt annað líf eftir að fjölskyldan sameinaðist
4
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

Allt ann­að líf eft­ir að fjöl­skyld­an sam­ein­að­ist

Paola Bianka, skurð­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, þurfti að skilja son sinn eft­ir á Fil­ipps­eyj­um fyrst um sinn til þess að kom­ast hing­að og vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu. Tveim­ur ár­um síð­ar var fjöl­skyld­an sam­ein­uð og Paola er hluti af sís­tækk­andi hópi fil­ipp­eyskra hjúkr­un­ar­fræð­inga sem starfa víða í heil­brigðis­kerf­inu og Land­spít­ali gæti ekki ver­ið án.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Guðmundur Ingi Þóroddsson
9
Aðsent

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Af­staða heim­sæk­ir skóla

Af­staða, fé­lag fanga og áhuga­fólks um betr­un, mun á næstu dög­um og vik­um senda for­svars­fólki grunn­skóla, fram­halds­skóla, fé­lags­mið­stöðva og lög­reglu er­indi og bjóða upp á heim­sókn. Þeg­ar Af­staða hef­ur heim­sótt fram­halds- og há­skóla kem­ur þar fram ungt fólk sem hef­ur sjálft lent á glæpa­braut­inni og miðl­ar af reynslu sinni. Fé­lag­ið boð­ar til sam­starfs­ins vegna þeirr­ar al­var­legu stöðu sem upp kom­in er í sam­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
4
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
5
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
6
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
7
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
7
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár