Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Veðurhamurinn á Austfjörðum leiddi til dauða mörg hundruð þúsund eldislaxa

Ofsa­veð­ur með ís­ingu og mikl­um straum­köst­um leiddi til stór­fellds laxa­dauða hjá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Löx­um í upp­hafi árs­ins. Laxa­dauð­inn var meiri í ár en á fyrstu þrem­ur mán­uð­um árs­ins í fyrra. Gísli Jóns­son hjá MAST seg­ir hins veg­ar að dauð­inn hafi ver­ið hlut­falls­lega meiri í fyrra en í ár.

Veðurhamurinn á Austfjörðum leiddi til dauða mörg hundruð þúsund eldislaxa
Laxadauðinn meiri en í fyrra Meiri laxadauði var hjá íslenskum laxeldisfyrirtækjum á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár en í fyrra. Gísli Jónsson hjá MAST segir hins vegar að dauðinn hafi verið hlutfallslega meiri í fyrra en nú vegna þess að 60 prósent fleiri eldislaxar voru í sjókvíum við landið.

Veðurhamurinn sem gekk yfir Austfirði í janúar á þessu ári leiddi til stórfellds laxadauða hjá laxeldinu Löxum í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Fuglanet í laxeldiskvíum frusu og lögðust inn í sjókvíarnar með þeim afleiðingum að íshrönglið á fuglanetunum skaðaði hreistur eldislaxana. Þetta olli roðsárum auk þess veðurofsinn kastaði löxunum utan í kvíarnar sem olli enn frekari sárum á fiskunum. 

Þetta kemur fram í Mælaborði um laxeldi, upplýsingaþjónustu sem Matvælastofnun Íslands opnaði nýlega á vefnum hjá sér, og svörum frá Gísla Jónssyni, yfirmanni smitsjúkdóma fiskeldis hjá Matvælastofnun (MAST).

Þegar sár myndast á hreistri eldislaxa eykst smit- og sýkingahætta til muna hjá eldislöxunum og ekki er hægt að nýta þá til manneldis. Sjávarkuldi eykur enn frekar líkur á roðsárum. Þetta leiðir til affalla fyrir eldisfyrirtækin. 

Afföllin meiri í árAfföll, laxadauði, hjá eldisfyrirtækjunum í landinu voru meiri á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár en á sama tíma í fyrra. Þau voru hins vegar hlutfallslega minni.

Nærri 800 þúsund dauðir laxar

Í heildina, á landinu öllu, var að ræða afföll upp á rúm 2.300 tonn á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár. Þetta er rúmlega 500 tonnum meira en laxadauðinn hjá laxeldisfyrirtækjum landsins á sama tíma í fyrra - 1.766 tonn -  þegar veðurofsi var mikill á Vestfjörðum og laxeldisfyrirtækið Arnarlax varð fyrir miklum laxadauða sem vakti alþjóðlega athygli.

Ef gengið er út frá því að meðalþyngd laxannaa sem drápust í ár hafi verið 3 kg var um að ræða 778 þúsund laxa sem drápust vegna veðurs í ár. Til samanburðar telur villti íslenski laxastofninn 85 þúsund laxa.

Því var um að ræð rúmlega 9 sinnum fleiri eldislaxa sem drápust á þessu tímabili en sem nemur íslenska laxastofninum. 

„Áður en hægt var að fjarlægja netin með hvössu íshröngli sökum veðurs hafði laxinn m.a. skaðað sig í yfirborðinu, auk þess sem hluti fisksins varð fyrir nuddi við nótina í straumköstunum.“
Gísli Jónsson

Gagnsæi eykst

Með mælaborðinu eykst gagnsæi í rekstri laxeldisfyrirtækja á Íslandi og geta í raun allir fylgst með gangi máli í þessum iðnaði. Mælaborðið var opnað þann 15. apríl síðastliðinn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra átti veg og vanda að opnun mælaborðsins samkvæmt tilkynningu frá ríkisstjórninni.  

Eins og Kristján Þór sagði þegar hann opnaði Mælaborð fiskeldis um miðjan mánuðinn: „Með Mælaborði fiskeldis eru allar helstu upplýsingar um stöðu fiskeldis í sjó og á landi orðnar aðgengilegar á einum stað til hagsbóta fyrir almenning og stjórnvöld. Þetta tímamótaskref að stjórnvöld eigi frumkvæði að birtingu þessara upplýsinga er í samræmi við þá stefnumörkun við breytingu á lögum um fiskeldi 2019 að auka gagnsæi í starfsemi greinarinnar. Þessi birting tryggir um leið heildstæðari yfirsýn yfir stöðu og þróun greinarinnar, sem er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi.“

Meira gagnsæiKristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir að tilgangur Mælaborðs fiskeldis sé að auka gagnsæi í greininni.

Hlutfallslega minni laxadauði í ár en fyrra

Í svörum frá Gísla Jónssyni kemur hins vegar fram að þó að laxadauðinn hafi í heildina verið meiri í ár en í fyrra þá voru fleir eldislaxar í sjókvíum á Íslandi nú í ár en á sama tíma í fyrra. Þannig var laxadauðinn hlutfallslega minni í ár segir Gísli: „Það ber fyrst að nefna að lífmassi í sjó var mun minni í byrjun árs 2020 samanborið við byrjun þessa árs. Í byrjun árs 2021 var yfir 60% meiri lífmassi í sjókvíum hér við land miðað við byrjun árs 2020. Að teknu tilliti til þessara stærða voru afföll talsvert minni fyrstu 3 mánuði ársins í ár samanborið við 2020, eða sem samsvarar um 30% minni afföll.“

Gísli skýrir afföllin í ár og í fyrra með eftirfarandi hætti: „Skýringuna á þessum afföllum í sjó fyrsta ársfjórðung beggja þessara ára (hörðustu vetrarmánuðirnir) er að finna í óbilgjarnri náttúru þar sem ofsaveður voru í aðalhlutverki. Í byrjun árs 2020 urðu Vestfirðir illa úti, og þá sérstaklega sjókvíaeldissvæðið í Hringsdal í Arnarfirði. Á þessu ári var svo komið að Austfjörðum þar sem fárviðri ollu búsifjum, ekki síst í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Í einni stormlægðinni, og þeirri verstu, (9.-10. janúar sl.) sökk m.a. stór og öflugur fóðurprammi við Gripalda í Reyðarfirði eins og mönnum er enn í fersku minni.“

Hann undirstrikar jafnframt að engir alvarlegir fiskisjúkdómar hafi komið upp í ár og lýsir svo ástæðum laxadauðans á Austfjörðum á fyrstu mánuðum ársins: „Þess ber einnig að geta að alvarlegir smitsjúkdómar hafa hvergi komið upp á þessum svæðum. Samfara þessum stormlægðum hefur m.a. fylgt ísing sem ekki hefur hjálpað til. Gríðarleg ísing í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði í janúar sl. varð til þess að fuglanet lögðust niður á yfirborð kvíanna. Áður en hægt var að fjarlægja netin með hvössu íshröngli sökum veðurs hafði laxinn m.a. skaðað sig í yfirborðinu, auk þess sem hluti fisksins varð fyrir nuddi við nótina í straumköstunum. Slík særindi leiða til roðsára og affalla.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár