Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég bið fólk að horfa á sólina rísa“

Pálmi Matth­ías­son seg­ir mik­il­vægt að rækta von­ina. Þeg­ar fólki líði illa sé hægt að benda því á leið­ir til að finna gleð­ina og taka lít­il skref í einu í átt að ham­ingj­unni, sem býr að hans mati í þakk­læt­inu.

„Ég bið fólk að horfa á sólina rísa“
Engin lækning við sorg Sr. Pálmi segir að fólk þurfi í fyrsta lagi að gera sér grein fyrir því í upphafi að það er ekki til lækning við sorg en það séu til margar leiðir til að bera hana. Mynd: Heiða Helgadóttir

Séra Pálmi Matthíasson signir sig að morgni hvers dags, þakkar fyrir að hafa fengið að vakna og heilsar deginum. Þetta gerir hann til þess að viðhalda hamingju í eigin lífi og stuðla að réttu viðhorfi. „Í mínum huga byggir hamingjan á þakklæti. Mér finnst skipta öllu máli að höndla hamingjuna, vera þakklátur og taka lífinu ekki sem gefnu, heldur líta á það sem undur að fá að vakna á morgnana, geta hreyft hendurnar og fæturna, snúið höfðinu, opnað augun, talað, hlustað og virkilega tekið á móti lífinu og gert það út frá þakklæti. Ef maður nær að þakka fyrir þessa þætti og telja þá ekki sjálfgefna þá er eins og vitundin dýpki og hamingjan verður meiri og dýpri.“ 

Þar af leiðandi hefur hann tileinkað sér að þakka fyrir hvern dag. „Ég tek á móti deginum að morgni og mér finnst hann alltaf vera stórkostleg gjöf. Og ef maður temur sér …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamingjan

Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Hamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Fjallgöngur veita hamingju
Hamingjan

Fjall­göng­ur veita ham­ingju

Jó­hanna Fríða Dal­kvist seg­ir að sér finn­ist að fólk geti ekki alltaf ver­ið „sky high“; það sé ekki ham­ingj­an að vera alltaf ein­hvers stað­ar á bleiku skýi. Hún seg­ir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregð­ast við ef það finn­ur fyr­ir óham­ingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlut­ina. Fjall­göng­ur hjálp­uðu Jó­hönnu Fríðu í kjöl­far sam­bands­slita á sín­um tíma og síð­an hef­ur hún geng­ið mik­ið á fjöll og er meira að segja far­in að vinna sem far­ar­stjóri í auka­vinnu.
Maður varð heill
Hamingjan

Mað­ur varð heill

Guð­mund­ur Andri Thors­son seg­ir að þeg­ar eitt­hvað kem­ur upp á í líf­inu verði mað­ur bara að standa á fæt­ur aft­ur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlut­un­um á já­kvæð­an hátt sé alltaf ákvörð­un. Guð­mund­ur Andri og eig­in­kona hans gátu ekki eign­ast barn og ákváðu því að ætt­leiða og eiga tvær upp­komn­ar dæt­ur. Þeg­ar hann hafi feng­ið eldri dótt­ur­ina í fang­ið þá hafi hann orð­ið heill.
„Ég þurfti að samþykkja sjálfa mig fyrir það sem ég er“
Hamingjan

„Ég þurfti að sam­þykkja sjálfa mig fyr­ir það sem ég er“

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir var góð í að fela það hvernig henni leið í æsku. Um ára­bil var hún skot­spónn bekkj­ar­fé­laga sinna og upp­lifði sig eina þótt hún ætti vin­kon­ur. Hún þorði ekki að koma út úr skápn­um en til að losna við til­finn­inga­doð­ann varð hún að horfa í speg­il og finna sjálfa sig. „Það var risa­stórt og ótrú­lega ógn­væn­legt skref,“ seg­ir Ingi­leif sem er nú ham­ingju­sam­lega gift. Fjöl­skyld­an er henni allt.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár