Séra Pálmi Matthíasson signir sig að morgni hvers dags, þakkar fyrir að hafa fengið að vakna og heilsar deginum. Þetta gerir hann til þess að viðhalda hamingju í eigin lífi og stuðla að réttu viðhorfi. „Í mínum huga byggir hamingjan á þakklæti. Mér finnst skipta öllu máli að höndla hamingjuna, vera þakklátur og taka lífinu ekki sem gefnu, heldur líta á það sem undur að fá að vakna á morgnana, geta hreyft hendurnar og fæturna, snúið höfðinu, opnað augun, talað, hlustað og virkilega tekið á móti lífinu og gert það út frá þakklæti. Ef maður nær að þakka fyrir þessa þætti og telja þá ekki sjálfgefna þá er eins og vitundin dýpki og hamingjan verður meiri og dýpri.“
Þar af leiðandi hefur hann tileinkað sér að þakka fyrir hvern dag. „Ég tek á móti deginum að morgni og mér finnst hann alltaf vera stórkostleg gjöf. Og ef maður temur sér …
Athugasemdir