Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Páll Stef­áns­son ljós­mynd­ari fór aft­ur að eld­gos­inu í kvöld.

Vá

Vá.

Það er ekki hættulaust að heimsækja gosstöðvarnar í Geldingardölum, földum í Fagradalsfjalli á miðju Reykjanesinu. Gas, hálka, kuldi, hiti og auðvitað bílastæðavandamál. Síðan þegar komið er á staðinn er erfitt að halda tveggja metra regluna, svo margir á staðnum, eða ganga vel um gróðurinn sem verður reyndar horfinn undir hraun eftir örskot.

En upplifunin er vá, líklega með hástöfum. Því nær getur maður ekki komist að upplifa náttúruöflin í sinni sterkustu mynd. Hraun flæðandi upp í gegnum 20 km þykka jarðskorpuna.

Já, vá. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu