Vá.
Það er ekki hættulaust að heimsækja gosstöðvarnar í Geldingardölum, földum í Fagradalsfjalli á miðju Reykjanesinu. Gas, hálka, kuldi, hiti og auðvitað bílastæðavandamál. Síðan þegar komið er á staðinn er erfitt að halda tveggja metra regluna, svo margir á staðnum, eða ganga vel um gróðurinn sem verður reyndar horfinn undir hraun eftir örskot.
En upplifunin er vá, líklega með hástöfum. Því nær getur maður ekki komist að upplifa náttúruöflin í sinni sterkustu mynd. Hraun flæðandi upp í gegnum 20 km þykka jarðskorpuna.
Já, vá.
Athugasemdir