„Eftir að við misstum bæði vinnuna með dags millibili í byrjun Covid-faraldursins varð kjörið tækifæri fyrir okkur að gera eitthvað í sameiningu,“ útskýrir Davíð Örn Jóhannsson, sem nú í byrjun janúar opnaði verslunina Hringekjuna ásamt eiginkonu sinni, Jönu Maren Óskarsdóttur. „Í byrjun sumars keyptum við okkur 94’ tjaldvagn og eyddum mestum hluta sumarsins úti á landi, sem voru kjöraðstæður til að láta hugann reika. Grunnhugmyndin skaut upp kollinum í spjalli með vinum á Seyðisfirði í ágúst og erum við búin að vinna að þessu sleitulaust síðan.“
Fylla á bása og halda þeim snyrtilegum
Jana segir að þau kalli þetta hringrásarverslun með fatnað og fylgihluti. „Okkur langaði að finna eitthvert íslenskt hugtak yfir starfsemi á borð við okkar þar sem notast hefur verið við hugtakið „loppubúðir“, sem er tekið úr dönsku. Eftir því sem við komumst næst, eftir óvísindalegar Google-niðurstöður, er um nýyrði að ræða og vonumst við til að því …
Athugasemdir