Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Allar samsæriskenningar eiga sér rætur í vantrausti

Hulda Þór­is­dótt­ir stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur hef­ur rann­sak­að sam­særis­kenn­ing­ar sér­stak­lega og þá hópa sem að­hyll­ast þær. Hún út­skýr­ir hvaða sál­rænu þætt­ir mann­ver­unn­ar geti or­sak­að það að fólk falli of­an í hina svo­köll­uðu kan­ínu­holu sam­særis­kenn­inga.

Allar samsæriskenningar eiga sér rætur í vantrausti

Alveg eins og vírusinn Covid-19 geisar um heimsbyggðina breiðir faraldur samsæriskenninga úr sér á netinu og smitar út frá sér.   Samsæriskenningarnar eiga það allar sameiginlegt að eiga uppruna sinn á netinu og þá helst  frá  myndböndum á samfélagsmiðlum eins og Facebook og YouTube. Þegar fólk byrjar einu sinni að falla ofan í það sem er oft kallað kanínuhola internetsins er erfitt að komast upp úr henni aftur. 

Samsæriskenningar hafa lengi verið til og margir hafa eflaust heyrt um nokkrar þeirra  frægustu. Þar má nefna til  dæmis kenningar um að tungllendingin árið 1969 hafi aldrei átt sér stað og að 9/11  árásin á Tvíburaturnana hafi verið samsæri. Sumir aðhyllast jafnvel þá kenningu að jörðin sé flöt en ekki hnöttur og um sé að ræða allsherjar yfirhylmingu á þeirri staðreynd. 

Um þessar mundir hafa samsæriskenningar farið á flug sem aldrei fyrr í ljósi heimsatburða á undanförnu ári. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO kallar tímana sem …

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár