Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“

Sigrún Sól Ólafs­dótt­ir seg­ir mik­il­vægt að þrýsta á um úr­bæt­ur á ör­ygg­is­mál­um í sund­laug­um. Þeg­ar þau eru í lagi eigi bana­slys ekki að verða. Þeg­ar bróð­ir henn­ar drukkn­aði var því einnig hald­ið fram að um veik­indi hefði ver­ið að ræða, en krufn­ing leiddi ann­að í ljós. Ekki nóg sé að­hafst til að fyr­ir­byggja slík slys.

Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sundlaug Selfoss Mynd: Árborg

„Hvað þarf mörg mannslíf til?“ að knýja á um breytingar á verkferlum og öryggismálum í sundlaugum, spyr Sigrún Sól Ólafsdóttir, sem missti bróður sinn árið 2006 þegar hann drukknaði í sundi. 

Síðastliðinn fimmtudag fannst maður á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur og var úrskurðaður látinn þegar endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Maðurinn hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs gamall.

Fullyrt að um veikindi væru að ræða

Mbl.is greindi fyrst frá málinu á sunnudag, en þar var haft eftir aðstoðaryfirlögregluþjóni að um veikindi hefði verið að ræða. Síðar sama dag steig faðir Guðna, Guðni Heiðar Guðnason, fram og gerði athugasemdir við þann málflutning, þar sem sonur hans var stálhraustur maður, sem kenndi sér einskis meins og var í sundi með geðfötluðum skjólstæðingi sínum, líkt og hann gerði daglega.

„Ég skil ekki þessi vinnubrögð að fullyrða að um veikindi hafi verið að ræða,“ sagði Guðni, sem sjálfur fékk aðrar skýringar en veittar voru í fjölmiðlum.

Guðni greindi jafnframt frá því að sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en brugðist var við. Það er langur tími. Því sé honum spurn hvar sundlaugarverðirnir hafi verið þegar slysið átti sér stað.

Samkvæmt yfirlýsingu Reykjavíkurborgar voru þeir í salnum, en þá spyr Guðni með hverju þeir hafi verið að fylgjast. „Hvaða verk­ferl­ar voru brotn­ir þar? Hvers vegna lá son­ur minn á botn­in­um í sex mín­út­ur?“ spurði hann í samtali við Mbl.is.

Öryggiskerfi hefði getað bjargað lífi sonarins

Í nýjum sundlaugum hafi verið sett upp kerfi sem skynjar hvort eitthvað liggi hreyfingarlaust á botni laugarinnar. Að fimmtán sekúndum liðnum eigi kerfið að gera sundlaugarvörðum viðvart. „Nú veit ég að Sundhöll Reykjavíkur er nýlega uppgerð. Ég spyr af hverju var þetta kerfi ekki sett upp samhliða þeim framkvæmdum? Það er alveg ljóst í mínum huga að ef þetta kerfi hefði verið virkt eða virkað þá hefði ef til vill mátt bjarga lífi hans,“ sagði Guðni síðar í viðtali við Vísi.

Hann tók jafnframt fram að hann sé ekki í leit að sökudólgum, heldur svörum við því hvað kom fyrir son sinn. Rannsókn lögreglu er á frumstigi og beðið er eftir niðurstöðu krufningar. 

Áður ranglega fullyrt um veikindi

Reynsla hann minnir óneitanlega á atburðina sem áttu sér stað árið 2006, þegar Sigrún Sól missti bróður sinn. Í færslu sem hún skrifaði á Facebook í dag segir hún að umræðan sem á sér stað núna, eftir banaslys í Sundhöll Reykjavíkur, hafi hrært upp sárum og erfiðum minningum. Þar bendir hún á að aftur og aftur drukkni fólk í sundlaugum. Dæmi séu jafnvel um að það hafi gerst ítrekað í sömu laugunum. Slys geti gerst en það hljóti að kalla á að öryggismál og verkferlar séu lagaðir.

Í tilfelli bróður hennar hafi einnig verið fullyrt að hann hlyti að hafa verið veikur og fjölskyldan hugsaði slíkt hið sama, þar sem hann var vanur sundmaður. Foreldrar hennar heitnir lögðu sig því fram um að láta þar við sitja og biðluðu til fjölmiðla að fjalla ekki um málið, vegna þess að áfallið fyrir átján ára gamlan sundlaugarstarfsmann sem hafði það hlutverk að gæta öryggis á þessu svæði var svo mikið.

Sigrún bendir einnig á hversu skakkt það væri að 18 ára manneskja sé ein látin bera ábyrgð á öllu útisvæði laugarinnar. Til að vernda þennan starfsmann sögðu foreldrar Sigrúnar fjölskyldu hans að um veikindi hafi verið að ræða. „Og fólk trúði því. Vegna þess að bróðir minn var einhverfur og notaði auk þess sondu. En hann var líkamlega hraustur og hann fór í sund á hverjum einasta degi og synti alltaf á sama tíma, hvernig sem viðraði, á kvöldin, rétt fyrir lokun laugarinnar. Allir þekktu hann þarna - og föstu rútínuna hans.“

Of mikil ábyrgð sett á einn starfsmann

Þetta kvöld var slagveður og bróðir hennar lá í margar mínútur á botni laugarinnar áður en annar sundlaugargestur fann hann. „Krufning leiddi í ljós að ekkert amaði að honum. Þetta var drukknun.“

Viðbrögðin voru heldur fátækleg. Á sínum tíma barst fjölskyldunni blómvöndur frá stjórn laugarinnar og samúðarkveðjur. Engar afsakanir, útskýringar og engum verkferlum breytt. Sigrún reyndi sjálf að spyrjast fyrir en fjölskyldan steig öll varlega til jarðar vegna þess að hún hafði áhyggjur af unglingnum sem hafði tekið á sig sökina og var í áfalli. Sigrún segir þó að þetta hafi svo sannarlega ekki verið hennar sök. Það sé óskiljanlegt að ein manneskja sé látin bera svona mikla ábyrgð, hvað þá þegar hún er svo ung og hefur fengið litla þjálfun.

„Enginn kom“

„Aftur hafa orðið dauðaslys þarna. Mörgum árum eftir dauða bróður míns hef ég sjálf trompast þarna úr reiði sem sundlaugargestur, þegar ég varð vitni að, og kom til hjálpar barni sem átti í erfiðleikum og gleypti mikið vatn.“

Enginn starfsmaður hafi verið sýnilegur, engin viðbrögð fengist en hópur barna hafi verið í uppnámi og talið að vinur sinn væri að drukkna. „Enginn kom,“ skrifar hún og lýsir því hvernig hún ruddist upp í eftirlitsturninn þar sem einn starfsmaður sat, unglingsstúlka sem var að skoða símann sinn. Sigrún lét ekki þar við sitja heldur reyndi hún að ræða við starfsmenn í afgreiðslunni en fékk lítil viðbrögð, segir að þeir hafi yppt öxlum og horft skringilega á hana, þar sem viðbrögð hennar voru kannski sterkari en tilefni var til, vegna forsögunnar, og hún brást í grát. „Það hæfði eflaust ekki tilefni eða stund og stað,“ skrifar hún og bætir því að ekkert hafi verið skoðað í kjölfarið, ekkert gert. „Stuttu síðar varð enn eitt dauðaslysið í þessari sömu laug.“

Að lokum segist hún ekki vera vön að deila svo persónulegum upplýsingum á opinberum vettvangi en það verði að þrýsta úrbætur í öryggismálum í sundlaugum. Yfirklór og vörn dugi ekki til, það þýði ekkert að segja að ýmislegt hafi verið lagað. „Drukknun í sundlaugum á ekki að eiga sér stað. Ef öryggisgæsla og viðbragðsflýtir væri í lagi hefðum við ekki tapað öllum þessum lífum.“

Bróðir minn drukknaði í Sundlaug Selfoss

Færsluna má lesa hér að neðan í heild sinni:

„Fréttir af þessu slysi í Sundhöll Reykjavíkur þar sem ungur maður er hrifsaður á braut hræra upp sárum og erfiðum minningum. Ég samhryggist fjölskyldu hans og vinum innilega. 

Ég hnaut einmitt um fyrsta fréttaflutning af málinu, þar sem lögreglumaður fullyrti að um veikindi hefði verið að ræða.

Aftur og aftur í gegnum árin koma upp slys, drukknun, í sundlaugum. Stundum í sömu laugum. Slys geta gerst. En, það er gersamlega sturlað að ekki sé farið margfalt betur yfir öryggismál og verkferlar lagaðir. Hvað þarf mörg mannslíf til?

Bróðir minn drukknaði í Sundlaug Selfoss árið 2006. 42ja ára gamall.

Þá voru fyrstu viðbrögð þau sömu og hér: „Hann hlýtur að hafa verið veikur.“

Þá hugsuðum við það líka, fjölskyldan hans: „hann hlýtur að hafa veikst.“ Það bara gekk ekki upp að hann gæti einfaldlega drukknað.

Í því tilfelli lögðu foreldrar mínir heitnir sig meira að segja fram um að láta við það sitja útá við, vegna þess að áfall starfsmannsins, sem átti að gæta svæðisins þar sem slysið varð, var svo stórt og mikið. Manneskjan fékk taugaáfall. 18 ára og látin bera ein alla ábyrgð á öllu útisvæði laugarinnar. Við meira að segja biðluðum til þess að fjölmiðlar myndu ekki slá þessu upp því foreldrar mínir óttuðust um heilsu starfsmannsins.

Til að vernda hana. Þau meira að segja sögðu hennar fjölskyldu beinlínis að um veikindi hefði verið að ræða.

Og fólk trúði því. Vegna þess að bróðir minn var einhverfur og notaði auk þess sondu. En hann var líkamlega hraustur og hann fór í sund á hverjum einasta degi og synti alltaf á sama tíma, hvernig sem viðraði á kvöldin, rétt fyrir lokun laugarinnar. Allir þekktu hann þarna - og föstu rútínuna hans.

Þetta kvöld í lok október var slagveður og hann hafði legið þarna margar mínútur og það var annar sundlaugargestur sem fann hann.

Krufning leiddi í ljós að ekkert amaði að honum. Þetta var drukknun.

Á sínum tíma kom einn blómvöndur frá stjórn laugarinnar og samúðarkveðjur. Ekkert um afsökun, útskýringu og engum verkferlum breytt. Ég reyndi að spyrja, en við stigum öll svo varlega til jarðar því við höfðum áhyggjur af unglingnum sem tók á sig sök og var í miklu áfalli. En þetta var svo sannarlega ekki hennar sök. 

Það er óskiljanlegt að ein manneskja, þar að auki ung og lítið þjálfuð, sé sett í svona risaábyrgð. Aftur hafa orðið dauðaslys þarna. Mörgum árum eftir dauða bróður míns hef ég sjálf trompast þarna úr reiði sem sundlaugargestur, þegar ég varð vitni að og kom til hjálpar barni sem átti í erfiðleikum og gleypti mikið vatn. Enginn starfsmaður sýnilegur, enginn viðbrögð og hópur barna í panikki og héldu að vinur sinn væri að drukkna. Enginn kom. 

Ég ruddist upp í turninn þarna úti og þar sat ein unglingsstelpa og var að skoða símann sinn. Eftir á reyndi ég að tala um þetta við starfsmenn í afgreiðslunni og það var bara yppt öxlum. Og horft á mig skringilega. Enda kannski ekki skrýtið því ég brast í grát og það hæfði eflaust ekki tilefni eða stund og stað. Ekkert skoðað - ekkert gert. Stuttu síðar varð enn eitt dauðaslysið í þessari sömu laug.

PS. Ég er ekki vön að deila svo persónulegum upplýsingum á opinberum vettvangi. En ég vona meiri þrýstingur verði settur á að raunverulega séu gerðar úrbætur í öryggismálum í sundlaugum. Ekki bara yfirklór og hrökkva í vörn og segja: „Jú, víst hefur ýmislegt verið lagað.“

Drukknun í sundlaugum á ekki að eiga sér stað. Ef öryggisgæsla og viðbragðsflýtir væri í lagi hefðum við ekki tapað öllum þessum lífum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu