Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stígamót fordæma niðurstöðu Landsréttar í nauðgunarmáli

„Þekk­ing­ar­leys­ið sem af­hjúp­ast í þess­ari nið­ur­stöðu er hróp­andi órétt­læti,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Stíga­móta.

Stígamót fordæma niðurstöðu Landsréttar í nauðgunarmáli

Stígamót fordæma fordæma Stígamót niðurstöðu Landsréttar í nauðgunarmáli þar sem faðir var sýknaður af kynferðisbrotum gegn barnungum syni sínum, með ósk um að dómarar sæti endurmenntun í málefnum brotaþola. „Þeir brotaþolar sem búa við skerðingar eru sérlega viðkvæmur hópur sem okkur ber samfélagsleg skylda til að mæta á þeirra forsendum. Þekkingarleysið sem afhjúpast í þessari niðurstöðu er hrópandi óréttlæti.“

Vika er síðan Landsréttur sneri dómi yfir manni sem héraðsdómur hafði áður dæmt í sjö ára fangelsi fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gagnvart einhverfum syni sínum, frá því að drengurinn var fjögurra og þar til hann varð ellefu ára gamall. Í dómi héraðsdóms kom fram að brot mannsins hefðu verið alvarleg: „Beitti hann barnungan son sinn kynferðislegu ofbeldi árum saman. Voru brotin framin í skjóli trúnaðartrausts sem ríkti á milli ákærða og brotaþola. Ákærði á sér engar málsbætur.“ 

Niðurstaðan afhjúpar þekkingarleysi

Landsréttur sýknaði manninn og rökstuðningurinn fyrir því „afhjúpar þekkingarleysi“ að mati Stígamóta.  Í dómnum kom fram að ekki hefði verið gætt að því við skýrslugjöf að drengurinn gæfi sjálfstæða lýsingu á atvikum málsins, sem torveldaði möguleikana á að meta trúverðugleika framburðar hans. Að mati dómsins hafði því ekki tekist að færa sönnur á sekt mannsins gegn eindregni neitun hans, var hann því sýknaður og einkaréttarkröfu sonarins vísað frá.

„Má af þessu draga þá ályktun að einhverfur einstaklingur eigi ekki tilkall til réttlætis“ 

Þennan rökstuðning fordæma Stígamót í yfirlýsingu sem birstist á Facebook-síðu samtakanna. Þar segir að af þessu megi draga „þá ályktun að einhverfur einstaklingur eigi ekki tilkall til réttlætis ef hæfi hans til frásagnar fellur ekki inn í þann þrönga skilgreiningarramma sem dómstólar ákvarða og séu því frásagnir þeirra alltaf tortryggðar.“

Þá er þeirri spurningu varpað fram í yfirlýsingu Stígamóta hvort það sé eðlilegt að 7 ára dómur sé niðurfelldur að fullu vegna þess að Landsréttur túlkar þessi atriði á annan veg, þrátt fyrir öll þau sönnunargögn sem voru til staðar í Héraðsdómi sem skiluðu 7 ára dómi.

Yfirlýsing Stígamóta  

„Þann 11. desember sl. sýknaði Landsréttur sakborning í kynferðisbrotamáli gegn barnungum syni sínum. Gerandinn sem var faðir brotaþolans hlaut 7 ára fangelsi í Héraðsdómi árið 2019 fyrir ítrekuð kynferðisbrot gagnvart einhverfum syni sínum, yfir margra ára tímabil. Samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms þótti frásögn brotaþola trúverðug og að hann gæfi sjálfstæða lýsingu á atvikum málsins.

Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem ákvað sýknu í málinu á þessum forsendum:

„Við skýrslugjöf af brotaþola fyrir héraðsdómi var þess ekki gætt ... að hann gæfi sjálfstæða lýsingu á atvikum málsins. Kann það að skýrast af stöðu brotaþola, sem hefur verið greindur með ódæmigerða einhverfu. Fram hjá því verður hins vegar ekki litið að það torveldar mjög möguleika á að meta trúverðugleika framburðar hans ...“

Má af þessu draga þá ályktun að einhverfur einstaklingur eigi ekki tilkall til réttlætis ef hæfni hans til frásagnar fellur ekki inn í þann þrönga skilgreiningarramma sem dómstólar ákvarða og séu því frásagnir þeirra alltaf tortryggðar.

Þess fyrir utan má spyrja þeirrar spurningar hvort það sé eðlilegt að 7 ára dómur sé niðurfelldur að fullu vegna þess að Landsréttur túlkar þessi atriði á annan veg, þrátt fyrir öll þau sönnunargögn sem voru til staðar í Héraðsdómi sem skiluðu 7 ára dómi.

Á þessum forsendum fordæma Stígamót niðurstöðu Landsréttar. Er það ósk okkar að dómarar sæti endurmenntun í málefnum brotaþola. Þeir brotaþolar sem búa við skerðingar eru sérlega viðkvæmur hópur sem okkur ber samfélagsleg skylda til að mæta á þeirra forsendum. Þekkingarleysið sem afhjúpast í þessari niðurstöðu er hrópandi óréttlæti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár