Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hópsýkingar kunna að brjótast út þrátt fyrir bólusetningu

Gríð­ar­lega mik­il­vægt er að mik­il og al­menn þátt­taka verði í bólu­setn­ingu gegn Covid-19. Þrátt fyr­ir að ná­ist að bólu­setja á bil­inu 60-70 pró­sent þjóð­ar­inn­ar gætu smá­ar hóp­sýk­ing­ar herj­að á þá sem ekki eru bólu­sett­ir, sagði Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir á upp­lýs­inga­fundi land­lækn­is og al­manna­varna.

Gríðarlega mikilvægt er að sem allra flestir láti bólusetja sig við Covid-19 kórónaveirunni þegar bólusetningar hefjast. Þátttaka þarf að lágmarki að ná til á bilinu 60-70 prósent þjóðarinnar og þrátt fyrir að það náist verður enn hætta á að litlar hópsýkingar komi upp. 

Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna í dag. Þórólfur sagði jafnframt að bólusetningar yrðu þó ekki skylda. Ekkert nýtt væri að frétta frá Lyfjastofnun Evrópu um það hvenær bóluefni yrðu aðgengileg.

Á fundinum var nýtt litakóðað viðvörunarkerfi sem tekið hefur verið upp kynnt. Sem stendur er landið allt rautt, sem er hæsta viðvörunarstig. Það þýðir að fólk á að gæta fyllstu varúðar, umgangast sem fæsta og tryggja persónulegar smitvarnir af fyllsta öryggi. Með næsta minnisblaði Þórólfs um aðgerðir vegna faraldursins til ráðherra mun fylgja litakóði. Ekkert var gefið upp um hvernig sá kóði yrði á litinn, hvorki á landsvísu né á ákveðnum svæðum. Jafnframt gaf Þórólfur ekkert upp um hvað myndi felast í tillögum hans. Núgildandi takmarkanir falla úr gildi á miðvikudag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Upplýsingafundir um Covid-19

Enginn afsláttur af sóttkvíarreglum þó smit komi upp í skólum
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Eng­inn af­slátt­ur af sótt­kví­ar­regl­um þó smit komi upp í skól­um

Komi Covid smit upp í skól­um munu þeir sem út­sett­ir kunna að hafa ver­ið fyr­ir veirunni að fara í sótt­kví líkt og ver­ið hef­ur. Eng­inn af­slátt­ur verð­ur gef­inn þar á nú frem­ur en áð­ur, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir. Mun meira er um að al­var­lega veik­ir ein­stak­ling­ar komi beint inn á spít­al­ann í inn­lögn en ver­ið hef­ur en hafi ekki við­komu á Covid-göngu­deild fyrst. Það á við um þrjá af þeim níu sjúk­ling­um sem lagst hafa inn á gjör­gæslu­deild í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár