Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vilja hækka sóknargjöldin um 280 milljónir

Meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar vill hækka sókn­ar­gjöld á mann til trú­fé­laga um tæp 11 pró­sent mið­að við fyrra ár.

Vilja hækka sóknargjöldin um 280 milljónir
Óli Björn Kárason Óli Björn er formaður efnahags- og viðskiptanefndar, en meirihlutinn vill hækka framlög til trúfélaga. Mynd: xd.is

Sóknargjöld til trúfélaga hækka um 280 milljónir króna miðað við upphaflegt fjárlagafrumvarp verði breytingar sem meirihluti efnhags- og viðskiptanefndar leggur til samþykktar. Hækka þannig sóknargjöld um 100 krónur á mánuði fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri árið 2021, úr 980 krónur í 1.080 krónur, eða um tæp 11 prósent miðað við fyrra ár.

Meirihlutann skipa Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson og Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Ólafur Þór Gunnarsson úr Vinstri grænum og Willum Þór Þórsson úr Framsóknarflokki.

Hækkunin sem upphaflega átti að vera 5 krónur á einstakling, úr 975 krónum í 980 krónur, þykir ekki nógu mikil að mati meirihlutans þar sem í umsögnum sem bárust nefndinni hafi komið fram sjónarmið um að hækkunin væri ekki nægileg miðað við meginreglu laga um sóknargjöld. Þjóðkirkjan og Sóknasamband Íslands sendu inn umsagnir þar sem rök voru færð fyrir því að gjaldið ætti nú að standa í 1.815 krónum.

Félagið Vantrú, sem beitir sér gegn áhrifum skipulagðra trúarbragða í samfélaginu, mótmælir þessari hækkun á meðan skorið er niður í mikilvægum málaflokkum. „Trúfélög ættu auðvitað helst að vera rekin án aðkomu ríkisins, en á meðan settar eru aðhaldskröfur á heilbrigðisstofnanir er skammarlegt að hækka framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga,“ segir í tilkynningu. „Það er ömurlegt að þingmenn á borð við Willum Þór Þórsson fullyrði í fjölmiðlum að á næsta ári verið bara skorið niður um 400 milljónir hjá Landsspítalanum á meðan það er hægt að gefa Þjóðkirkjunni og öðrum trúfélögum árlega 280 milljónir til viðbótar.

Það er einnig ótrúlegt að fulltrúi VG í nefndinni, Ólafur Þór Gunnarsson, sem er læknir, telji það eðlilegt að hækka framlög ríkisins til reksturs trúfélaga um leið og framlög ríkisins til reksturs heilbrigðiskerfisins eru skorin niður. Í könnunum sem hafa verið gerðar um forgangsröðun fjármála ríkisins setja landsmenn heilbrigðismál í fyrsta sæti og trúmál í neðsta. Við vonum innilega að þessi tillaga nefndarmanna verði felld á Alþingi enda örugglega í engu samræmi við vilja þjóðarinnar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár