Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Svona dreifist veiran í lokuðu rými

Lík­urn­ar á því að sýkj­ast af kór­ónu­veirunni eru marg­falt meiri í lok­uðu rými en ut­an­dyra en erfitt get­ur ver­ið að átta sig á hversu mikla nánd þarf til og hversu mikl­ar lík­urn­ar eru á smiti. Eft­ir­far­andi sam­an­tekt er byggð á allra nýj­ustu upp­lýs­ing­um frá vís­inda­mönn­um og heil­brigð­is­yf­ir­völd­um á Spáni og er hér end­ur­birt með góð­fús­legu leyfi dag­blaðs­ins El País.

Sex manns koma saman í heimahúsi, þar af einn smitberi. 31% hópsmita á Spáni hafa komið upp við þessar aðstæður, að megninu til hjá fjölskyldum og vinahópum.

Fólkið situr saman í óloft­ræstu herbergi í fjórar klukku­stundir og talar hátt án þess að nota andlits­grímur. Fimm þeirra smitast óháð því hvort fjarlægðar­takmarkanir eru virtar eða ekki, samkvæmt aðferða­fræðinni sem útskýrð er í greininni.

Ef fólkið notar grímur eru fjögur þeirra útsett fyrir smiti. Grímur koma ekki í veg fyrir smit ef nálægðin við smitbera er langvarandi.

Smithættan lækkar í tæplega eitt smit ef hópurinn notar grímur, styttir tímann um helming og loftræstir rýmið.

Þrátt fyrir að kórónuveiran sé ekki eins smitandi og sjúkdómar á borð við mislinga eru vísindamenn nú sammála um að hún geti dreifst á milli fólks með örlitlum dropum eða úða sem hangir í loftinu, t.d. eftir hnerra, hósta eða einfaldlega venjulega öndun. En nákvæmlega hverjar eru líkurnar á smiti innandyra og hvernig er hægt að forðast það?

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár