Þrátt fyrir að kórónuveiran sé ekki eins smitandi og sjúkdómar á borð við mislinga eru vísindamenn nú sammála um að hún geti dreifst á milli fólks með örlitlum dropum eða úða sem hangir í loftinu, t.d. eftir hnerra, hósta eða einfaldlega venjulega öndun. En nákvæmlega hverjar eru líkurnar á smiti innandyra og hvernig er hægt að forðast það?
Svona dreifist veiran í lokuðu rými
Líkurnar á því að sýkjast af kórónuveirunni eru margfalt meiri í lokuðu rými en utandyra en erfitt getur verið að átta sig á hversu mikla nánd þarf til og hversu miklar líkurnar eru á smiti. Eftirfarandi samantekt er byggð á allra nýjustu upplýsingum frá vísindamönnum og heilbrigðisyfirvöldum á Spáni og er hér endurbirt með góðfúslegu leyfi dagblaðsins El País.




Sex manns koma saman í heimahúsi, þar af einn smitberi. 31% hópsmita á Spáni hafa komið upp við þessar aðstæður, að megninu til hjá fjölskyldum og vinahópum.
Fólkið situr saman í óloftræstu herbergi í fjórar klukkustundir og talar hátt án þess að nota andlitsgrímur. Fimm þeirra smitast óháð því hvort fjarlægðartakmarkanir eru virtar eða ekki, samkvæmt aðferðafræðinni sem útskýrð er í greininni.
Ef fólkið notar grímur eru fjögur þeirra útsett fyrir smiti. Grímur koma ekki í veg fyrir smit ef nálægðin við smitbera er langvarandi.
Smithættan lækkar í tæplega eitt smit ef hópurinn notar grímur, styttir tímann um helming og loftræstir rýmið.
Athugasemdir