Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Leggja fram „nýju stjórnarskrána“ á Alþingi

Fimmtán þing­menn leggja til að frum­varp stjórn­laga­ráðs verði sam­þykkt með nokkr­um breyt­ing­um. 40 þús­und manns hafa nú skrif­að und­ir ákall um nýja stjórn­ar­skrá.

Leggja fram „nýju stjórnarskrána“ á Alþingi
Ákall um nýju stjórnarskrána Fimmtán þingmenn hafa á ný lagt fram frumvarp byggt á tillögum stjórnlagaráðs. Mynd: samsett / alþingi

Fimmtán þingmenn úr stjórnarandstöðunni hafa lagt fram frumvarp til stjórnskipunarlaga á Alþingi sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Frumvarpið hefur reglulega verið lagt fram síðan stjórnlagaráð skilaði tillögum sínum til Alþingis árið 2011.

Yfir 40 þúsund manns hafa nú skrifað undir ákall á vefnum nystjornarskra.is þess efnis að frumvarp stjórnlagaráðs verði samþykkt. Þess er krafist að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 og lögfesti tillögurnar. „Í kosningunni samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda að tillögurnar sem kosið var um skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár,“ segir á vefnum. „Tillögurnar eru heildstæður samfélagssáttmáli, það er ekki Alþingis að velja og hafna ákvæðum úr sáttmálanum. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn og setur valdhöfum mörk en ekki öfugt. Við ætlum ekki að bíða í heilan áratug eftir að nýja stjórnarskráin taki gildi og því krefjumst við aðgerða strax!“

Frumvarp stjórnarandstöðuþingmannanna er hins vegar frábreytt tillögum stjórnlagaráðs að því leyti að það inniheldur þær breytingar sem komu fram í meðferð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á frumvarpinu árið 2013.

Flutningsmenn eru þingmenn úr röðum Pírata og Samfylkingarinnar, auk þingmanna utan flokka, þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Logi Einarsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson, Helga Vala Helgadóttir, Oddný G. Harðardóttir, Andrés Ingi Jónsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson og Smári McCarthy.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

CCP sagðist endurskoða fjölda starfa á Íslandi vegna lagabreytinga
4
Stjórnmál

CCP sagð­ist end­ur­skoða fjölda starfa á Ís­landi vegna laga­breyt­inga

Í bandorms­frum­varpi sem kom­ið er fram á þingi eru lagð­ar til breyt­ing­ar sem snerta styrki til öfl­ug­ustu fyr­ir­tækj­anna í hug­verka­iðn­að­in­um hér­lend­is. CCP og fleiri fyr­ir­tæki risu upp á aft­ur­lapp­irn­ar þeg­ar frum­varp­ið var kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda á dög­un­um og fer frum­varp Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar fjár­mála­ráð­herra ögn mild­ari hönd­um um stærstu fyr­ir­tæk­in í brans­an­um en frum­varps­drög­in gerðu.
Erla Hlynsdóttir
5
Leiðari

Erla Hlynsdóttir

Erf­iði hlut­inn í þessu

Ár­um sam­an hef­ur ver­ið kall­að eft­ir betr­um­bót­um þeg­ar kem­ur að með­ferð­ar­úr­ræð­um fyr­ir börn í vanda. Eft­ir að for­stöðu­mað­ur Stuðla kall­aði enn einu sinni á hjálp var hann send­ur í leyfi. Um ára­bil hafa ver­ið gef­in fög­ur fyr­ir­heit, það er bú­ið að skrifa skýrsl­ur, skipa starfs­hópa og nefnd­ir, meira að segja skrifa und­ir vilja­yf­ir­lýs­ing­ar, en ekk­ert hef­ur enn gerst.
Sympatískari gagnvart Sigmundi eftir því sem „hugmyndafræðin þvoðist af“
6
FréttirPressa

Sympa­tísk­ari gagn­vart Sig­mundi eft­ir því sem „hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af“

Snorri Más­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir Mið­flokk­inn ekki vera eitt­hvað hylki ut­an um for­mann­inn Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son – held­ur al­vöru stjórn­mála­flokk. Hann hefði upp­haf­lega hall­ast til vinstri en síð­an orð­ið skiln­ings­rík­ari í garð Sig­mund­ar Dav­íðs „eft­ir því sem minn innri mað­ur kom bet­ur í ljós gagn­vart sjálf­um mér og hug­mynda­fræð­in þvoð­ist af mér.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
5
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár