Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skuldauppgjör Skúla Mogensen: Selur pabba sínum sumarbústaðinn

Ari­on banki heim­il­aði sölu á tveim­ur jörð­um og sum­ar­bú­stað sem voru veð­sett í til­raun­um Skúla til að bjarga WOW air. Bank­inn lán­ar fé­lagi Brynj­ólfs Mo­gensen fyr­ir kaup­un­um og held­ur eft­ir sem áð­ur veð­um í eign­un­um. Skúli Mo­gensen er ánægð­ur að sum­ar­bú­stað­ur­inn verð­ur áfram í fjöl­skyld­unni.

Skuldauppgjör Skúla Mogensen: Selur pabba sínum sumarbústaðinn
Heldur sumarbústaðnum innan fjölskyldunnar Skúli Mogensen fékk heimild Arion banka til að selja jarðir og sumarbústað til föður síns. Mynd: WOWAIR.IS

Skúli Mogensen hefur selt sumarbústað sinn í Hvalfirði og tvær jarðir til félags í eigu föðurs síns. Það fékk Skúli að gera með heimild Arion banka en Skúli veðsetti bankanum umræddar eignir fyrir 160 milljónir króna í september 2018 þegar hann reyndi, án árangurs, að bjarga flugfélaginu WOW air frá falli.

Skúli átti sumarbústað á jörðinni Hvammi, jörðina sjálfa og auk þess jörðina Hvammsvík en jarðirnar tvær liggja saman innarlega í Hvalfirði sunnanverðum.

Ánægður með að sumarbústaðurinn verði áfram innan fjölskyldunnar

Skúli var fáorður um málið þegar Stundin náði tali af honum. „Ég hef ekkert um þetta að segja,“ sagði Skúli.

„Ég er vissulega mjög ánægður með það“ 

Þegar hann var inntur eftir því hvort ekki væri gleðilegt að jarðirnar og sumarbústaðurinn héldust innan fjölskyldunnar svaraði Skúl: „Ég er vissulega mjög ánægður með það og úr því að þú spyrð þá greiddu þau [foreldrar Skúla] töluvert hærra verð en fasteignamat, svo það sé á hreinu.“ 

Fasteignamat jarðanna tveggja og sumarbústaðarins nemur samtals 102 milljónum króna. Þar vegur jörðin Hvammur mest, rúmar 48,5 milljónir króna. Sumarbústaðurinn er metinn á 27,6 milljónir króna og Hvammsvík á 25,8 milljónir króna. 

Þarf að greiða 160 milljónir á tveimur árum

Kaupandi sumarbústaðsins og jarðanna er félagið Flúðir ehf. sem er í eigu Brynjólfs Árna Mogensen, bæklunarlæknis og föður Skúla. Arion banki lánar Flúðum fyrir kaupunum, alls 160 milljónir króna. Af þeirri upphæð er félaginu hins vegar skilt að greiða þegar 35 milljónir króna beint aftur til bankans, auk lántökugjalds og kostnaðar við skjalagerð upp á rúmar 800 þúsund krónur. Eftir sem áður á Arion banka veð í eignunum. Athygli vekur að lánstíminn er óvenju stuttur, aðeins 24 mánuðir. 

Samkvæmt ársreikningi Flúða ehf. fyrir árið 2019 nam hagnaður félagsins það ár tæpum þremur milljónum króna, og byggðist hagnaðurinn því sem næst eingöngu á rekstrartekjum. Eigið fé félagsins í árslok nam rúmum 11,6 milljónum króna. Hvernig félagið hyggst standa skil á láni að upphæð 160 milljónir króna á næstu tveimur árum er því ekki ljóst en miðað við eignir og veltu þess gæti það reynst örðugt.

Gerði allt sem hann gatSkúli Mogensen gerði allt sem hann gat til að bjarga rekstri WOW air og veðsetti meðal annars fasteignir sínar sem Arion banki hefur nú tekið yfir eða haft milligöngu um að selja upp í skuldir hans við bankann.

Veðsetti eignirnar fyrir WOW

Í september árið 2018, þegar Skúl réri lífróður til að reyna að halda flugfélaginu WOW air á floti, veðsetti hann eignir sínar, að öllum líkindum til að fjármagna þátttöku sína í skuldabréfaútboði WOW sem þá stóð yfir og var ætlað til að reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins. Það tókst ekki og WOW fór í þrot 28. mars 2019.

 „Ég setti aleiguna í þennan rekstur.“

Í viðtali við RÚV þegar gjaldþrotið WOW air lá fyrir sagðist Skúli hafa sett allt sitt í flugfélagið til að bjarga því: „Ég setti aleiguna í þennan rekstur.“

Skúli fjárfesti sjálfur í skuldabréfum í félaginu fyrir 770 milljónir króna. Skömmu áður hafði Skúli fengið útgefin tvö tryggingabréf hjá Arion banka alls að upphæð 733 milljónir króna. Öðru tryggingabréfinu var þinglýst á heimili Skúla að Hrólfskálavör á Seltjarnarnesi, upp á 358 milljónir króna. Hinu tryggingabréfinu var þinglýst á aðrar fasteignir í hans eigu, meðal annars umræddan sumarbústað og jarðir.

Hluti af skuldauppgjöri Skúla við bankann

4. september síðastliðinn leysti Arion banki einbýlishús Skúla á Seltjarnarnesi til sín vegna skuldanna sem á því hvíldu eftir veðsetninguna árið 2018.  Sá gjörningur var hluti af skuldauppgjöri Skúla við bankann.

Jarðirnar og sumarbústaðinn í Hvalfirði átti Skúli í gegnum félagið Kotasælu ehf.

Hinn 21. september 2018 var þinglýst kvöðum á eignirnar þess efnis að félaginu væri hvorki heimilt að veðsetja eða selja eignirnar nema fyrir lægi skriflegt samþykki Arion banka. Þetta var gert vegna þess að Skúli veðsetti þessar eignir meðal annars til að taka þátt í skuldabréfaútboði WOW air þá um haustið. Bankinn veitti hins vegar Skúla heimild til að selja eignirnar í september síðastliðnum og er það einnig hluti af skuldauppgjöri Skúla.

Botnlaust tap hjá félögum Skúla

Félag Skúla, Kotasæla, er þá í miklum kröggum en tap félagsins á síðasta ári nam tæpri 271 milljón króna. Það er þó talsvert minna en árið áður, 2018, en þá nam tapið tæpri 421 milljón króna. Tapið á síðasta ári skýrist að langmestu leyti af afskriftum og virðisrýrnun en einu tekjur fyrirtækisins voru húsaleigutekjur upp á tæpar 12 milljónir króna. Eigið fé félagsins í árslok var bókfært rúmar 205 milljónir króna. Það segir hins vegar ekki alla söguna vegna þess að félagið skuldaði þá tengdum aðilum, Skúla sjálfum og öðrum félögum hans, 844 milljónir króna.

Þá tapaði fjárfestingarfélagið Títan, móðurfélag WOW air, tæplega 600 milljónum króna á síðasta ári. Tapið má því sem næst eingöngu rekja til niðurfærslu á kröfum félagsins á hendur öðrum félgöum í eigu Skúla, en hann er einnig einig eigandi Títan. Eigið fé félagsins var í árslok 2019 neikvætt um rúmar 637 milljónir króna.

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár