Þegar Sterna, ferðaþjónustufyrirtækið með kríumerkið, lýsti yfir gjaldþroti 4. mars síðastliðinn skelfdi það ferðaþjónustuna. Fyrirtækið hafði verið rekið frá árinu 2002 og var vottað sem fyrsta flokks þjónustuaðili af TripAdvisor árin 2015–2019. Gjaldþrotið skall svo fljótt á að sumir starfsmenn fréttu ekki af því fyrr en nokkrum vinnudögum síðar.
Nokkrum dögum síðar var sett á samkomubann og því horfðu á annan tug starfsmanna fram á að ganga inn í COVID-19 faraldurinn atvinnulausir, en gjaldþrotið tengdist ekki veirunni. Skiptastjóri þrotabúsins sagði öllu starfsfólkinu upp, en mikill fjöldi verktaka vann þar. Vegna gjaldþrots voru laun í uppsagnarfresti tryggð af ábyrgðarsjóði launa. En tveimur vikum síðar var beiðni um gjaldþrotaskipti dregin til baka og því hvarf ríkisábyrgðin af launakröfum starfsfólksins.
Nú, rúmum fjórum mánuðum síðar, hefur fyrrverandi starfsfólk ekki enn fengið uppsagnarfrest sinn útborgaðan. Þar að auki skuldar fyrirtækið mörgu starfsfólki enn vangoldin laun frá febrúar og …
Athugasemdir