Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Formenn Eflingar og VR: „Ljóst er að stéttaátökin fara harðnandi“

For­menn stærstu stétt­ar­fé­laga lands­ins tjá sig um at­burði síð­ustu helg­ar þar sem flug­freyj­um og -þjón­um Icelanda­ir var sagt upp áð­ur en nýr kjara­samn­ing­ur var sam­þykkt­ur. For­menn­irn­ir gagn­rýna Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og stjórn­end­ur Icelanda­ir harka­lega fyr­ir sinn þátt.

Formenn Eflingar og VR: „Ljóst er að stéttaátökin fara harðnandi“
Ósátt við stjórnendur Icelandair og SA Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýna harkalega þátt SA og Icelandair í atburðarás síðustu helgar og vikna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir, formenn VR og Eflingar, telja fulla ástæðu til að mótmæla því hvernig stjórnendur Icelandair og Samtök atvinnulífsins hafa hagað sér gagnvart kjarabaráttu flugfreyja og -þjónsa. Samtök atvinnulífsins eru sögð hafa átt hugmyndina að því að segja upp félagsmönnum Flugfreyjufélags Íslands. 

Samningaviðræður Flugfreyjufélagsins við Icelandair undanfarið hafa gengið brösuglega, en eftir að félagsmenn felldu síðasta samning ákváðu stjórnendur Icelandair að segja upp öllum flugfreyjum og -þjónum fyrirtækisins og láta flugmenn ganga í störf þeirra sem öryggisliðar. Það útspil mætti mikilli gagnrýni, og ekki er víst að það sé löglegt, en nýr samningur var undirritaður um helgina sem félagsmenn munu kjósa um til 27. júlí. 

Brask og brall Lindarvatns

VR birti yfirlýsingu eftir að flugfreyjum og -þjónum Icelandair var sagt upp störfum þar sem stéttarfélagið hvatti stjórnarmenn í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til að: „sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair.“ Þessi yfirlýsing hefur mætt gagnrýni frá félagsmönnum VR sem starfa fyrir Icelandair, en Ragnar Þór ver hana í Facebook-pistli sem birtist í morgun.

Hann talar um „brask og brall“ á milli Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og lífeyrissjóða landsins og segir það hafa kristallast í kring um fyrirtækið Lindarvatn ehf., sem kemur að hótelbyggingu við Landssímareit.

„Það væri ágætis byrjun að skoða braskið og brallið í kringum Lindarvatn ehf. (Hótelbyggingu á Landsímareit) sem útskýrir af hverju SA bregðist svo harkalega við gegn því að verkalýðshreyfingin sé að vakna af værum blundi innan stjórnar lífeyrissjóðsins? Þetta er eitt dæmi af fjölmörgum um tengsl SA við lífeyrissjóðina og fjárfestingar þeirra.“

Ragnar rekur tengslin á milli Icelandair og SA, en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA, unnu báðir fyrir Icelandair og stýrðu þar að auki Lindarvatni ehf. Hann telur að ígríp Icelandair í helmingskaupum Lindarvatns eftir að hafa undirritað 25 ára leigusamning hafi aðeins verið til þess að endurfjármagna skuldir Lindarvatns.

„Nú vantar að lágmarki tvo til þrjá milljarða til að klára verkefnið, líklega miklu meira. Hvaðan eiga þeir peningar að koma?“ spyr Ragnar Þór. „Mun núverandi forstjóri Icelandair group láta klára framkvæmdina, hvað sem það kostar, á kostnað Icelandair, til að almenningur átti sig ekki á því hvernig eftirlaunasjóðirnir okkar, og fyrirtækin í þeirra eigu, eru misnotuð í braski og bralli atvinnulífsins?“

„Já þetta eru djöfulsins snillingar eins og segir í frægum áramótasöng“

Ragnar endar pistil sinn á eftirfarandi orðum: „Já þetta eru djöfulsins snillingar eins og segir í frægum áramótasöng. Það er skiljanlegt að SA vilji halda áfram að hafa lífeyrissjóðina nokkurn veginn útaf fyrir sig svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks. Í það minnsta án afskipta verkalýðshreyfingarinnar.“

Flugfreyjur hafa sýnt fádæma hugrekki

Sólveig Anna nálgast málið frá öðru sjónarhorni í Facebook-pistli sem birtist um hádegið. Hún segir félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafi þurft að þola „kúgun og ógnarstjórnun milljón krónu-mannanna“ í atburðarásinni. 

„Vinnandi fólk á Íslandi hefur undanfarna daga og vikur enn á ný fengið innsýn í hugarheim meðlima auð og valdastéttarinnar, sem telja sig eigendur íslensks samfélags. Við hljótum öll að vera þungt hugsi eftir þá samstilltu árás á flugfreyjur sem við höfum orðið vitni að. Ljóst er að stéttaátökin fara harðnandi. Við verðum bæði að berjast af fullum krafti fyrir því að auðvaldið fari hér ekki sínu fram eins og því sýnist, og einnig verja með kjafti og klóm okkar áunnu réttindi. Við verðum að berjast sameinuð fyrir efnahagslegu lýðræði og réttlæti á Íslandi.“

Hún gagnrýnir harkalega þessi vinnubrögð sem hún segir vera aðför gegn rétti vinnandi fólks á Íslandi til að tilheyra stéttarfélagi og semja saman um laun sín. „Við sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar treystum fyrst og fremst á samtakamátt okkar. Aðeins með því að bindast samtökum eigum við möguleika á því að standa gegn því æðisgengna valdi sem auðurinn færir eigendum atvinnutækjanna og fjármagnsins.“

Hún segir að þessi stéttarvæðing hafi kostað íslenskt verkafólk „stórkostlegar fórnir“ í gegnum verkföll og hörð átök við atvinnurekendur, en að SA hafi farið langt yfir strikið með ráðleggingum sínum. „Þessi réttur er forsenda þeirra kjara og lífsskilyrða sem náðst hafa fyrir almenning á Íslandi. Samtök atvinnulífsins hafa nú lýst yfir stríði við þennan grunnrétt. Fram hjá því er ekki hægt að líta.“

Um þá hugmynd að lífeyrissjóðir ættu að sniðganga hlutafjárútboð Icelandair segir Sólveig Anna: „Staðreyndin er sú að vinnandi fólk á Íslandi getur ekki og mun ekki samþykkja að eftirlaunasjóðir þess verði nýttir til að fjármagna árásir á grunnréttindi vinnuaflsins eða til fjármögnunar á fyrirtækjum sem standa í fararbroddi slíkra árása. Að forystufólk í verkalýðsfélögum bendi á þessa augljósu staðreynd er fullkomlega sjálfsagt og eðlilegt.“

Hún lýkur pistli sínum með stuðningi við flugfreyjur og þeirra baráttu. „Þær hafa þurft að ganga í gegnum ömurlega atburðarás. En þær hafa sýnt fádæma hugrekki, þor og þol. Ég þekki hvernig það er að lifa við árásir og skítkast fyrir það að vilja berjast fyrir hagsmunum vinnuaflsins. Það getur tekið á, enda ekkert annað en andlegt ofbeldi. Það virðist því miður vera þannig á Íslandi í kreðsum þeirra sem ráða í krafti fjármagns að enginn glæpur er stærri en sá er kona í verkalýðsbaráttu fremur. Það er ógeðslegt að verða vitni að því. Ég vona af öllu hjarta að við getum staðið saman í því sem koma skal. Aðeins með því munum við geta tryggt að hagsmunir almennings verði ekki undirseldir órum, frekju og fautaskap auðstéttanna.“

Hægt er að lesa pistla þeirra Ragnars og Sólveigar hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár